Year: 2011

Stór helgi framundan hjá GSS

Frá Kvennamótinu 2010.

Næstu helgi verður Kvennamót GSS haldið á laugardegi og unglingamótið Nýprent open á sunnudegi, það verður því mikið um að vera á Hlíðarendavelli þessa helgi og vonandi að veðrið verði okkur hliðholt, en geta má þess að örfáir rástímar eru lausir í kvennamótinu og hver kona því að verða síðust að skrá sig. Hvetjum við börn og unglinga að skrá sig á Nýprent open, sem er flaggskip unglingastarfsins. Full ástæða er fyrir aðra en kylfinga að líta við í kaffi að Hlíðarenda og fylgjast með því starfi sem þar fer fram.

Categories: Óflokkað

Unglingar keppa á Dalvík

Opna Intersport open barna og unglingamótið fór fram í Svarfaðardalnum á sunnudaginn og tóku 17 keppendur frá GSS þátt. Þó árangurinn væri misjafn voru þau öll til fyrirmyndar jafnt utan vallar sem innan. Bestum árangri í sínum flokki náðu þeir Ingvi Þór Óskarsson, sem varð jafn í fyrsta sæti í flokki drengja 17-18 ára, en varð í öðru sæti eftir bráðabana. Þröstur Kárasson varð í fjórða sæti, eftir bráðabana um það þriðja í flokki drengja 15-16 ára. Matthildur Kemp Guðnadóttir varð í þriðja sæti í flokki stúlkna 14 ára og yngri. Þá sigraði William Þór Eðvarðsson í flokki 12 ára og yngri og Viktor Kárason varð í öðru sæti í byrjendaflokki. Að lokum má geta þess að Pálmi Þórsson fékk nándarverðlaun, en hann var hársbreidd frá því að fara holu í höggi á mótinu. Nánari upplýsingar og myndir má sjá á bloggsíðu unglingastarfsins www.gss.blog.is

 

Categories: Óflokkað

Úrslit á Opna Icelandair golfers mótinu.

Alls tóku 44 kylfingar þátt í Opna Icelandair golfers mótinu s.l. laugardag og var veður þokkalegt miðað við það sem á undan og eftir hefur gengið. Veitt voru verðlaun fyrir flesta punkta, en fyrir óinnvígða, þá fengu þeir sem spiluðu á fæstum höggum ekki endilega verðlaun, heldur var miðað við forgjöf viðkomandi. Sigurvegari var Ragnheiður Matthíasdóttir sem fékk 41 punkt, en Sigríður Elín Þórðardóttir fékk 40 punkta, Ólafur Árni Þorbergsson, Guðmundur Árnason og Arnar Geir Hjartarsson komu síðan í kjölfarið og hlutu öll verðlaun fyrir framistöðuna.

Categories: Óflokkað