Year: 2011

Úrslit úr Norðurlandamótaröð láforgjafarkylfinga

Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð lágforgjafarkylfinga var haldið á Hlíðarendavelli í gær sunnudaginn 5.júní. Veðurguðirnir voru kylfingum ekki hagstæðir, slagveðursrigning var lengst af og því erfitt að hemja boltann.

Mótið er það fyrsta af nokkrum sem haldin verða víðs vegar á Norðurlandi í sumar. Að þessu sinni voru einungis keppendur í karlaflokki.

Úrslit urðu sem hér segir:

Meistaflokkur:

  1. Konráð V. Þorsteinsson               GA
  2. Ólafur Gylfason                              GA
  3. Örvar Samúelsson                         GA

1.flokkur:

  1. Arnar Geir Hjartarson                  GSS
  2. Ingvi Þór Óskarsson                      GSS
  3. Örn Viðar Arnarson                       GA

Categories: Óflokkað

Úrslit úr KS mótinu.

Ríflega 40 kylfingar tóku þátt í KS mótinu, sem er fyrsta mót tímabilsins. Völlurinn var í góðu standi og flatirnar að koma til en hvass vestanvindur gerði mönnum lífið leitt. Sigurvegar á þessu móti, sem var með Texas scramble fyrirkomulagi voru þeir feðgar Ólafur Þorbergsson og Arnar Ólafsson. Þröstur Friðfinnsson og Atli Marteinsson urðu í öðru sæti og vallarstarfsmennirnir Guðmundur Þór og Ingvi urðu í þriðja sæti.

Categories: Óflokkað