Month: ágúst 2013

Háir og lágir – allir með

Nú fer að síga á seinni hluta sumars og mótum að fækka. Næsta laugardag verður haldið stórskemmtilegt mót þar sem keppt verður í tveimur flokkum. Annars vegar fyrir þá sem eru með 18,5 og hærri forgjöf og hins vegar kylfinga með lægri forgjöf. Þeir sem eru að byrja í golfi geta því keppt við þá bestu á sama grundvelli. Skráning er á www.golf.is

Categories: Óflokkað

Golfnámskeið í boði á næstunni

Örnámskeið

Komdu og láttu Mark Irving skoða sveifluna þína.

Allir velkomnir á eftirfarandi tímum.

 Fimmtudaginn   8.8.  19.00  á æfingasvæðinu

Verð: 1000,- á mann. 1 fata af boltum innifalin.

Engin skráning. Bara að mæta.

 ——————————————————

 Annað námskeið sem verður á næstunni:

 Það sem kennt verður:

2 x 120 mín. golfkennsla

1. Löngu höggin, löng járn, brautarkylfur og upphafshögg

2. Stutta spilið, vipp ofl.

3. Púttkennsla

Hámark 6 einstaklingar, lágmark  4 einstaklingar

Verð pr. þátttakanda er kr. 8.000,-
Laugardagur 10.ágúst, kl. 11:00 og Sunnudagur 11.ágúst, kl. 11:00

Skráðu þig strax eða í síðasta lagi 9.ágúst kl.16.00.

(Því ekki að búa til þinn eiginn hóp af 4 eða 6 golfurum ?)

Hægt er að panta tíma hjá Mark í síma 661 7827 eða í netfanginu  Einnig er hægt að hafa samband við golfskála og hringja í síma

453 5075     e-mail: progolf@sport.dk

Categories: Óflokkað

Úrslit í Vodafone/Rafsjámótinu Norðvesturþrenna II

 Laugardaginn 3. ágúst fór fram Vodafone  – Rafsjá mótið sem er hluti af Norðvesturþrennunni.

Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf.  Veitt voru verðlaun fyrir 9 efstu sætin.

Helstu úrslit voru sem hér segir:

1. Sölvi Björnsson GSS                    39 punktar.

2. Sveinn Allan Morthens GSS     38 punktar

3. Arnar Geir Hjartarson GSS       36 punktar.

4. Einar Ágúst Gíslason GSS           36 punktar.

5.  Ólafur Árni Þorbergsson GSS    34 punktar.

6. Ingibjörg Guðjónsdóttir GSS      34 punktar.

7. Valgeir Valgeirsson GÓS              34 punktar.

8. Ólöf Hartmannsdóttir GSS            33 punktar.

9. Kristján B. Sveinsson GHD            32 punktar.

Hlynur Freyr Einarsson var næstur holu eða 4,62 cm á 6/15 braut og Sólborg Hermundsdóttir var 45 cm frá holu í öðru höggi á 9/18 braut.  Vinningshöfum er óskað til hamingju með góðan árangur sem og öllum þátttakendum fyrir þátttökuna en aðstæður voru fremur erfiðar eða 12-14 m/sek og 9 stiga hiti.

       Styktaraðilum Vodafone og Rafsjá eru færðar þakkir fyrir stuðninginn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Categories: Óflokkað