Month: ágúst 2014

Sveitakeppni kvenna

Hlíðarendi1Nú er að hefjast annar dagur í sveitakeppni kvenna. Kalt og blautt á Sauðárkróki. Í A riðli hafa lið Selfoss og Sauðárkróks tryggt sér sæti í úrslitariðlinum en mikil spenna er í B riðli, hvaða lið bætast í riðilinn.

Categories: Óflokkað

Sveitakeppni GSÍ

Sveitakeppni kvenna fer nú fram á Hlíðarendavelli. Hægt er að fylgjast með á twitter.com  – slóðin er gssgolf@gssgolf Völlurinn verður opinn almenningi frá 19:00 og fram eftir kvöldi. Félagar á Sauðárkróki eru hvattir til að koma á völlinn og fylgjast með skemmtilegri keppni.

Bæði lið GSS sigruðu í fyrstu umferð. Konurnar sigruðu lið Ólafsfjarðar 3-0 og karlarnir lið Þorlákshafnar 3-0.

 

Categories: Óflokkað

GSS í sveitakeppnum GSÍ.

Golfklúbbur Sauðárkróks sendir sveitir til leiks í sveitakeppnum GSÍ sem hefjast n.k. föstudag 8.ágúst.

Á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki verður 2.deild kvenna spiluð og þær sem keppa fyrir hönd GSS eru þessar:

Aldís Ósk Unnarsdóttir

Árný Lilja Árnadóttir

Dagbjört Hermundsdóttir

Ragnheiður Matthíasdóttir

Sigríður Elín Þórðardóttir

Liðsstjóri: Hlynur Þór Haraldsson

Á Kálfatjarnarvelli við Voga á Vatnsleysuströnd verður 4.deild karla leikin og þar verður karlasveit GSS í eldlínunni. Þeir sem keppa þar fyrir hönd GSS eru:

Arnar Geir Hjartarson

Brynjar Örn Guðmundsson

Elvar Ingi Hjartarson

Hlynur Freyr Einarsson

Ingvi Þór Óskarsson

Jóhann Örn Bjarkason, sem jafnframt er liðsstjóri.

Hægt verður að fylgjast með framvindu mála á www.golf.is alla dagana.

Við viljum einnig hvetja bæjarbúa til að kíkja á Hlíðarendavöll og fylgjast með skemmtilegri keppni í 2.deild kvenna.

Categories: Óflokkað