Author: Golfklúbbur

Völlurinn opnar á fimmtudaginn

Á Hlíðarenda 27. maí 2013

Á fimmtudaginn 30. maí, verður Hlíðarendavöllur opnaður inn á sumarflatir. Þrátt fyrir ýmsar skemmdir á flötum og á brautum er óhætt að spila völlinn og er hann þrátt fyrir allt í þokkalegu standi.

Búið er að sá í og sanda flatir og eru kylfingar sérstaklega beðnir um að ganga vel um, lagfæra kylfu- og boltaför. Bleyta er á sumum brautum og eru kylfingar jafnframt beðnir um að velja heppilega gönguleið framhjá bleytunni.

Góða skemmtun og gleðilegt sumar.

Categories: Óflokkað

Allt að gerast á golfvellinum

Nú fer að styttast í opnun golfvallarins inn á sumarflatir. Opnunarmóti GSS sem fyrirhugað var 1. júní hefur verið aflýst og verður fyrsta mótið því miðvikudagsmót 5. júní.

Hlýindin og vætan hafa gert góða hluti undanfarið og vallarstarfsmenn eru á fullu við að lagfæra skemmdir sem eru í mörgum flötum. Leyniblanda vallarstjóra og Reynis Barðdal hefur verið sett á flatrinar og nú stendur yfir sáning og söndun.

Athygli er vakin á því að völlurinn er opinn fyrir félagsmenn, en ekki er spilað af teigum og inn á flatir í augnablikinu. Kylfingar eru beðnir um að passa sérstaklega vel upp á völlinn, færa úr bleytu og lagfæra kylfuför. Þá eru kylfingar beðnir að fara ekki með þungar golfkerrur inn á völlinn og taka tillit til starfsmanna.

Categories: Óflokkað

Félagsgjöld 2013

Stjórn GSS vill minna félaga að greiða félagsgjöld eða gera ráðstafanir sem fyrst. Hægt er að hafa samband við gjaldkera með því að senda netpóst á rama@arskoli.is. Þegar búið er að ganga frá greiðslu fær félagi sent skírteini og getur þar með nýtt þau hlunnindi sem samið hefur verið um fyrir félaga. Einnig viljum við hvetja félaga og aðra sem vilja fréttir frá GSS að senda netfang til formadur@gss.is

Categories: Óflokkað