Author: Golfklúbbur

Kynning á golfhermi og inniaðstöðu GSS

Kynning verður á golfhermi og inniaðstöðu GSS að Borgarflöt 2. Laugardaginn 12 jan frá 16:00-18:00.

Þá verða kynntar framkvæmdir við inniaðstöðuna og notkunarmöguleikar.
Félagar hvattir til að mæta

nefndin

Categories: Óflokkað

Tilkynning varðandi golfhermi

Reglur um golfhermi

 Tímaskráning:

Til að byrja með munu félagar í GSS taka niður tímapantanir en stefnan er að innan skamms fari pantanir fram á netinu í gegnum heimasíðu GSS, gss.is og verður það auglýst í tölvupósti og á gss.is þegar að því kemur.

Opið er fyrir tímapantanir alla daga, frá og með mánudeginum 7. janúar, kl. 10:00 – 18:00 og eru golfiðkendur vinsamlegast beðnir að virða tímamörk sem hér eru sett.

Opnað verður fyrir tvær vikur fram í tímann í skráningu, þó þannig að ný vika bætist ekki við fyrr en sú fyrri er liðin. Ákveðið hefur verið að skilgreina tímann frá kl. 16:00 – 22:00 á virkum dögum og kl. 12:00 – 20:00 um helgar sem „Besta tíma“  og getur kylfingur ekki fengið úthlutað tíma á Besta tíma oftar en tvisvar í viku. Honum er hins vegar heimilt að leika eins oft og færi gefst utan þess tíma.

Tímapantanir fyrstu vikuna verða hjá Guðmundi Þór Árnasyni í síma 891 6244.

 

Greiðsla:

Gera má ráð fyrir að það taki fjóra kylfinga fjóra klukkutíma að leika 18 holur í herminum, þrjá kylfinga þrjá tíma og tvo kylfinga tvo klukkutíma.

Kylfingar greiða fyrir þann tíma sem þeir panta þó svo þeir ákveði að hætta leik áður en frátekinn tími er liðinn.

Verð fyrir hvern klukkutíma í golfherminum er kr. 2.500.- fyrir félagsmenn GSS og kr. 3.500.- fyrir aðra.   Til sölu eru gatakort, 5 tíma kort sem kosta kr. 12.500.- og 10 tíma kort sem kosta kr. 25.000.-. Þeir sem greiða með gatakorti gata kortið miðað við þá greiðslu sem þeir þurfa að inna af hendi, eitt gat fyrir hvern klukkutíma sem leiknn er, fjóriri kylfingar sem leika í fjóra tíma greiða þá með einu gati í klippikortið á mann.  Ef fjórir leika hins vegar í tvo tíma þarf að klippa tvisvar en þá verða leikmenn að gera það upp sín á milli hvernig greiðslan skiptist þar sem ekki er hægt að klippa hálft gat.  Hægt verður að greiða í herminn með peningum og einnig er posi á staðnum þannig að hægt verður að greiða með greiðslukorti.

 Skráningarbók:

Skráningarbók liggur frammi við herminn og er öllum skylt að skrá í hana þær upplýsingar sem þar er farið fram á, s.s. nöfn leikenda, fjöldi hola, greiðslufyrirkomulag, númer klippikorts ofl.

Fyrirfram keyptir hringir

Þeir sem hafa greitt fyrirfram í golfherminn geta fengið gatakort sín hjá Guðmundi Ragnarssyni s. 893 5601. Þar eru einnig til sölu ný kort.

6. janúar 2013

Vinnuhópur um golfhermi

Categories: Óflokkað

Golfhermirinn kominn í gagnið

Ágætu félagar í GSS, gleðilegt nýtt ár!

Þó svo að inniaðstaðan sé ekki tilbúin þá er golfhermirinn kominn í gagnið og býðst félögum að spila frítt 9holur fram á næsta sunnudag, 6.janúar. Hægt er að skrá sig á blað sem hangir uppi í Borgarflöt 2. Að lágmarki skulu 3 spila saman í holli. Hægt er að hafa samband við eftirtalda til að komast í golfherminn: Muggur 891 6244, Kristján 894 5276, Guðmundur 893 5601, Pétur 863 6191 og Unnar 892 6640.

Categories: Óflokkað