Almennur félagsfundur
Ágætu félagar,
Stjórn Golfklúbbs Sauðárkróks boðar til almenns félagsfundar í Safnahúsinu Sauðárkróki sunnudaginn 12.desember nk. kl.14.
Umræðuefni er inniaðstaða til golfþjálfunar. Hvetjum sem flesta félaga til að mæta!
Ágætu félagar,
Stjórn Golfklúbbs Sauðárkróks boðar til almenns félagsfundar í Safnahúsinu Sauðárkróki sunnudaginn 12.desember nk. kl.14.
Umræðuefni er inniaðstaða til golfþjálfunar. Hvetjum sem flesta félaga til að mæta!
Aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks var haldinn að Hlíðarenda 24. Nóvember. Þar kom fram að rekstur klúbbins hefur verið ágætur á síðasta ári, en klúbburinn skilaði ríflega 3 milljónum í hagnað. Rekstrartekjur námu tæplega 22 milljónum króna og gjöld voru um 19 milljónir.
Langtímaskuldir klúbbsins eru ríflega 3 milljónir króna. Hins vegar blasir við að nauðsynlegt verður að endurnýja sláttuvél á næstunni og er áætlaður kostnaður um eða yfir 10 milljónir króna og því mikilvægt að greiða niður skuldir til að mæta framtíðarútgjöldum.
Á síðasta ári var unnið að ýmsum framkvæmdum, m.a. var bætt við vatnssöfnunartank á golfsvæðið, settar upp öryggismyndavélar og byggð upp ný flöt á 9. braut. Félagsmenn lögðu á sig mikla sjálfboðavinnu til að framkvæmdir yrðu sem ódýrastar og hafa tugir sjálfboðaliða lagt mikið á sig fyrir klúbbinn á árinu.
Allir stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, nema Bjarni Jónasson form.mótanefndar og mun stjórn klúbbsins næsta starfsár því vera þannig skipuð: Pétur Friðjónsson formaður, Unnar Ingvarsson varaformaður, Dagbjört Rós Hermundardóttir ritari, Ragnheiður Matthíasdóttir gjaldkeri, Björn Sigurðsson, Hjörtur Geirmundsson og Sigríður Elín Þórðardóttir.
Bjarna eru þökkuð verkin á liðnu ári og Sigríður Elín er boðin velkomin til starfa í stjórn. Hægt verður að nálgast ársreikninginn á www.gss.is .
Aðlfundur Golfklúbbs Sauðárkróks verður haldinn fimmtudaginn 24.nóvember n.k. kl.20.00 á Hlíðarenda.
Fundarefni:
1. Skýrsla stjórnar og nefnda.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
3. Lagabreytingar
4. Kosning stjórnar og varamanna
5. Kosning í aðrar nefndir samanber 9.gr.
6. Kosnir tveir endurskoðendur og tveir til vara
7. Kosning fulltrúa á Golfþing G.S.Í. og þing U.M.S.S.
8. Ákvörðun félagsgjalda
9. Önnur mál
Félagar eru hvattir til að bjóða sig fram til starfa fyrir klúbbinn á næsta starfsári.