Næstkomandi sunudag verður opna Skýrr mótið haldið á Hlíðarendavelli. Fyrirkomulagið verður greensome, þ.e. tveir eru saman í liði og slá báðir upphafshögg, en velja síðan annan boltann til að spila með. Skráning er á golf.is
Kvenna og karlasveitir GSS voru hársbreidd frá því að vinna sig upp um deild nú um helgina, en báðar sveitirnar luku keppni í þriðja sæti, konurnar í annari deild og karlarnir í þeirri fjórðu. Einstök úrslit má sjá á síðu Golfsambands Íslands. www.golf.is
Sveitirnar í annari deild kvenna hófu leik klukkan 8 í morgun á Hlíðarendavelli. Sveit GSS mætti sveit Hvergerðinga, en Ólafsfirðingar og Grundfirðingar öttu einnig kappi. Úrslit urðu þau að GSS sigraði örugglega 3-0 og Grundfirðingar sigruðu Ólafsfirðinga, einnig 3-0
Karlaliðið, sem keppir sunnan heiða, keppti við sterkt lið Norðfirðinga í fyrstu umferð og sigraði með 2 vinningum gegn einum.
Úrslit í sveitakeppninni í öllum deildum má sjá á eftirfarandi síðu: