Category: Óflokkað

Félagsgjöld 2025

Kæru golfarar

Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu árin.

Á síðasta aðalfundi GSS, sem haldinn var þann 25 nóvember 2024, var eftirfarandi samþykkt hvað varðar félagsgjöld, inneign í sjoppu og innheimtu þessara gjalda.  Engar breytingar eru frá fyrra ári,  Innheimt verður með 5 jöfnum greiðslum (greiðsluseðlum) sem kom í heimabanka félaga. 

Félagsgjöld
Fjölskyldugjald – kr. 132.500 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000,  hver greiðsla 26.500 kr.
Hjónagjald – kr. 115.000 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000,  hver greiðsla 23.000 kr.
Hjónagjald 67 og eldri – kr. 88.750 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000, hver greiðsla 17.750 kr.
Einstaklingsgjald – kr. 75.000 – Innifalið inneign í sjoppu kr. 5.000,  hver greiðsla 15.000 kr.

Einstaklingsgjald 67 ára og eldri – kr. 57.500 – Innifalið inneign í sjoppu kr. 5.000, hver greiðsla 11.500 kr.


17-26 ára – kr. 38.500.  Hver greiðsla 7.700 kr.
13-16 ára – kr. 31.500.  Er ekki innheimt með greiðsluseðlum
12 ára og yngri – kr. 24.500.  Er ekki innheimt með greiðsluseðlum

Byrjendagjald fjölskyldu – kr. 83.500 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000.  Hver greiðsla 16.700 kr.
Byrjendagjald hjóna – kr. 73.000 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000.  Hver greiðsla 14.600 kr.
Byrjendagjald   einstaklings – kr. 47.000 – Innifalið inneign í sjoppu kr. 5.000.   Hver greiðsla  9.400 kr.

Aukaaðild að klúbbnum:

Hjónagjald  –  kr. 73.000 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000.  Hver greiðsla 14.600 kr.

Einstaklingsgjald  –  kr. 47.000  –  Innifalið inneign í sjoppu kr. 5.000.  Hver greiðsla 9.400 kr.

Innheimta
Ef einhver félagsmaður er ekki með heimabanka eða af einhverjum ástæðum hefur ekki fengið greiðsluseðil þá endilega hafið samband við undirritaðann, einnig ef félagsmaður telur að greiðsluseðillinn sé rangur eða svo ólíklega skyldi vilja til að viðkomandi ætli ekki að greiða.

Reikningar (kvittanir) fyrir greiðslu félagsgjalda verða gefnar út til þeirra sem þess óska í lok maí eða þegar gjöldin hafa verið greidd að fullu.   

Vegna framangreindra breytinga óskum við eftir því að þið látið okkur vita sem fyrst ef þið ætlið ekki að vera með á árinu 2024. 

Mjög fljótlega verða fyrsu greiðsluseðlarnir sendir út.  Við biðjum félagsmenn um að yfirfara greiðsluseðlana þegar þar að kemur og kanna hvort að  fjárhæð greiðslunnar er 1/5 af heildarfélagsgjöldum viðkomandi.

Innheimta fjölskyldugjalds/hjónagjalds verður innheimt hjá elsta fjölskyldumeðlim nema óskað sé eftir öðru fyrirkomulagi.

Með golfkveðju
Kristján Jónasson gjaldkeri GSS
gjaldkeri@gss.is

Categories: Óflokkað

Fjórða Mót Norðurlandsmótaraðarinnar Haldið á Hlíðarendavelli

Sunnudaginn 11 Ágúst var fjórða mótið í Titleist Footjoy Norðurlandsmótaröðinni haldið hér á Hlíðarendavelli. 37 krakkar komu frá klúbbum norðurlandsins og spiluðu ýmist 9 eða 18 holur. Barna- og unglinganefndin mannaði grillið og bauð keppendum upp á grillaðar pylsur, og golfkennari Atli Freyr Rafnsson bauð upp á golfkennslu milli 12 og 2 ásamt öðrum PGA þjálfurum. Því var mikið fjör á vellinum þann dag.

Byrjendaflokkurinn byrjaði daginn og voru samgtals fjórir nýjir og efnilegir kylfingar sem tóku þátt; Bergdís Birna, Rúnar Ingi, Markús Bessi, og Kristján Franz, og stóðu þau sig öll frábærlega.

12 ára og yngri kvenna flokkurinn var æsi spennandi og eftir 9 holur voru allar þrjár stelpur jafnar í skori. Það var þá tekið shoot-out á 9 holu þar sem Embla Sigrún endaði í fyrsta sæti, Nína Júlía í öðru sæti og Nína Morgan í þriðja. Í 12 ára og yngri karla var það hann Brynjar Morgan sem tok fyrsta sætið. Bjarki Þór Elíasson fylgdi honum í öðru sæti, og Gunnar Atli í þriðja sæti.

Í 14 ára og yngri kvenna flokk var það Gígja Rós sem tók fyrsta sætið. Í 14 ára og yngri karla flokk var Egill Örn sem tók fyrsta sætið. Á eftir honum fylgdi Arnar Freyr í öðru sæti og Barri Björvinsson í þriðja sæti.

15 ára og yngri flokkarnir kepptu í bæði höggleik og punktakeppni með forgjöf. Í höggleik voru það Hafsteinn Thor og Bryndís Eva sem tóku fyrstu sætin í kvenna og karla flokki. Annað sætið tóku þau Maron Björgvinsson og Lilja Maren, og þriðja sætið tóku Dagbjört Sísí og Finnur Bessi. Í punktakeppninni voru úrslitin aðeins öðruvísi. Lilja Maren og Elvar Þór tóku fyrsta sætið þar. Á eftir þeim komu Dagbjört Sísí og Hafsteinn Thor í öðru sæti og Finnur Bessi og Bryndís Eva í þriðja sæti.

Svo var afhent Nýprent bikarinn fyrir flesta punkta á 18 holum mep forgjöf og þar voru Dagur Kai og Lilja Maren punktahæst af öllum keppendum.

Frábær dagur og hlökkum til að taka á móti öllum aftur að ári!

Categories: Óflokkað

Anna Karen og Jóhann Örn Klúbbmeistarar GSS 2024

Jóhann Örn og Anna Karen taka við verðlaunum

Afar góð þátttaka var í Meistaramóti GSS sem fór fram í síðustu viku. Það er óhætt að segja að það hafi verið líflegt á Hlíðarendavelli þrátt fyrir vind og kulda sem gerði aðstæður til keppni ansi krefjandi. Í barna og unglingaflokkum voru 28 þátttakendur sem léku á mánudag og þriðjudag. Fullorðnir þátttakendur voru 54 sem léku miðvikudag til laugardags. Fjölmennast var í háforgjafaflokki en þar léku 14 kylfingar sem margir hverjir eru nýbúnir að ljúka nýliðanámskeiði.

Keppnin var æsispennandi og voru úrslit í mörgum flokkum ekki að ráðast fyrr en á síðustu holunum á lokadegi. Í meistaraflokki karla enduðu jafnir í 1. sæti Hákon Ingi Rafnsson og Jóhann Örn Bjarkason sem báðir léku á 331 höggi. Einnig voru þeir jafnir í 3. sæti Ingvi Þór Óskarsson og Hlynur Freyr Einarsson sem léku á 336 höggum. Það þurfti því að leika tvo bráðabana til að ná fram lokaúrslitum í öll verðlaunasæti meistaraflokks karla. Það endaði svo að Jóhann Örn Bjarkason sigraði meistaraflokkinn að loknum bráðabana og er hann klúbbmeistari GSS í sjöunda sinn. Áður hefur Jóhann Örn orðið klúbbmeistari árin 2002, 2003, 2004, 2005, 2010 og 2011. Anna Karen Hjartardóttir lék á 324 höggum og sigraði meistaraflokk kvenna örugglega. Anna Karen er klúbbmeistari GSS í fimmta sinn en hún varð fyrst klúbbmeistari árið 2020 og hefur náð að verja titilinn síðan.

Lokahóf fullorðinsflokka fór fram á Kaffi krók á laugardagskvöldið þar sem kylfingar áttu saman góða kvöldstund og verðlaun voru afhent. 

Úrslit meistaramóts GSS 2024 í öllum flokkum eru eftirfarandi:

Meistaraflokkur karla – 72 holu höggleikur án forgjafar

  1. Jóhann Örn Bjarkason, 331 högg (að loknum bráðabana)
  2. Hákon Ingi Rafnsson, 331 högg
  3. Ingvi Þór Óskarsson, 336 högg (að loknum bráðabana)

Meistaraflokkur kvenna – 72 holu höggleikur án forgjafar

  1. Anna Karen Hjartardóttir, 324 högg
  2. Una Karen Guðmundsdóttir, 336 högg
  3. Hildur Heba Einarsdóttir, 346 högg

Fyrsti flokkur karla – 72 holu höggleikur án forgjafar

  1. Þórður Ingi Pálmason, 353 högg
  2. Guðmundur Ragnarsson, 356 högg
  3. Hjörtur S. Geirmundsson, 363 högg

Fyrsti flokkur kvenna – 72 holu höggleikur án forgjafar

  1. Sylvía Dögg Þórðardóttir, 392 högg
  2. Gígja Rós Bjarnadóttir, 393 högg
  3. Margrét Helga Hallsdóttir, 412 högg

Annar flokkur karla – 72 holu höggleikur án forgjafar

  1. Kristinn Brynjólfsson, 403 högg
  2. Pétur Rúnar Birgisson, 502 högg

Öldungaflokkur – 27 holu höggleikur með forgjöf

  1. Guðrún Björg Guðmundsdóttir, 118 högg nettó.
  2. Ágústa Sigrún Jónsdóttir, 124 högg nettó.
  3. Guðmundur Helgi Kristjánsson, 126 högg nettó.

Háforgjafaflokkur – 27 holu punktakeppni með forgjöf

  1. Hrefna Gerður Björnsdóttir, 66 punktar
  2. Unnar Bjarki Egilsson, 64 punktar
  3. Hera Birgisdóttir, 61 punktur.

15 ára og yngri drengir – 18 holu höggleikur á rauðum teigum

  1. Ólafur Bjarni Þórðarson, 93 högg
  2. Brynjar Morgan Brynjarsson, 94 högg
  3. Gunnar Atli Þórðarson, 99 högg

15 ára og yngri stelpur – 18 holu höggleikur á rauðum teigum

  1. Nína Júlía Þórðardóttir, 112 högg
  2. Nína Morgan Brynjarsdóttir, 114 högg
  3. Elín Björk Friðþjófsdóttir, 145 högg

12 ára og yngri (strákar og stelpur) – 9 holu höggleikur á gull teigum

  1. Daníel Smári Kristjánsson, 105 högg
  2. Arnór Tryggvi Friðriksson, 107 högg
  3. Aron Sölvi Arnarsson, 124 högg

Categories: Óflokkað