Category: Óflokkað

Aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks

Aðlfundur Golfklúbbs Sauðárkróks verður haldinn fimmtudaginn 24.nóvember n.k. kl.20.00 á Hlíðarenda.

Fundarefni:

1.    Skýrsla stjórnar og nefnda.

2.    Endurskoðaðir reikningar lagðir fram

3.    Lagabreytingar

4.    Kosning stjórnar og varamanna

5.    Kosning í aðrar nefndir samanber 9.gr.

6.    Kosnir tveir endurskoðendur og tveir til vara

7.    Kosning fulltrúa á Golfþing G.S.Í. og þing U.M.S.S.

8.    Ákvörðun félagsgjalda

9.    Önnur mál

Félagar eru hvattir til að bjóða sig fram til starfa fyrir klúbbinn á næsta starfsári.

Categories: Óflokkað

Allir á dekk

Nú er aðeins endahnykkurinn eftir við að ljúka 9 flötinni. Hins vegar vantar vinnufúsar hendur til að svo megi verða. Þess vegna er óskað eftir sjálfboðaliðum frá kl. 15:00 í dag og á morgun frá um 8 eða 9 og þangað til verkinu lýkur. Um er að ræða að raka til mold (og garðhrífur því mikilvægar) og síðan þökulagning í fyrramálið. Sumsé allir upp á dekk sem vettlingi geta valdið.

Categories: Óflokkað

Úrslit í Norðvesturþrennunni

Nú er búið að taka saman úrslit í hinni árlegu Norðvesturþrennu, sameiginlegri golfmótaröð golfklúbbanna á Norðurlandi vestra. Um  er að ræða Golfklúbbinn á Sauðárkróki, Golfklúbb Skagastrandar og Golfklúbbinn Ós á Blönduósi. Keppt er einu sinni á hverjum velli og í heildarkeppninni eru lagðir saman punktar keppenda úr hverju móti fyrir sig.

Fyrsta mótið fór fram á Skagaströnd á Þjóðhátíðardaginn 17. júní, annað mótið var um verslunarmannahelgina á Hlíðarendavelli og það þriðja þann 20. ágúst á Blönduósi. Samtals tóku tæplega 90 keppendur þátt í mótunum þremur.

Að vanda stóðu keppendur GSS sig með sóma þar sem Sigríður Elín hafði sigur í kvennaflokki án forgjafar og Einar Einarsson lenti í öðru sæti bæði í opnum flokki með forgjöf og í karlaflokki án forgjafar.

Haraldur Friðriks lenti svo í þriðja sæti í sama flokki. Úrslit urðu sem hér segir:

 

Opinn flokkur með forgjöf:

Jón Jóhannsson                  GÓS       100 punktar

Einar Einarsson                   GSS          99 punktar

Sigríður Elín Þórðardóttir       GSS          90 punktar

 

 

Kvennaflokkur án forgjafar:

Sigríður Elín Þórðardóttir         GSS       51 punktur

Guðrún Ásgerður Jónsdóttir     GÓS       50 punktar

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir      GÓS       29 punktar

 

Karlaflokkur án forgjafar:

Jón Jóhannsson                      GÓS       73 punktar

Einar Einarsson                      GSS        71 punktur

Haraldur Friðriksson                GSS        71 punktur

Categories: Óflokkað