Category: Óflokkað

Breytingar á Hlíðarendavelli

Varla hefur farið framhjá glöggum kylfingum að miklar framkvæmdir standa nú yfir við 9. flöt vallarins. Verið er að vinna að uppbygginu á nýrri flöt, en sú gamla hefur verið nær ónýt vegna kalskemmda síðustu ár. Vallarnefnd lagði til að byggð yrði upp ný flöt og stjórn samþykkti framkvæmdirnar sem verður að mestu lokið nú á haustdögum. Líklega verður hægt að spila inn á nýju flötina síðla næsta sumar, en gamla flötin verður í notkun þangað til.

Categories: Óflokkað

Unnar sigrar í holukeppninni.

Nú nýverið lauk keppni í holukeppni, en að þessu sinni var keppt með forgjöf. Alls hófu 32 keppendur leik og var um úrsláttarfyrirkomulag að ræða.  Til úrslita kepptu Sigríður Elín Þórðardóttir og Unnar Ingvarsson og fóru leikar svo að Unnar sigraði 5/4 og er því klúbbmeistari GSS árið 2011.

Categories: Óflokkað

Úrslit í opna Fjölnetsmótinu

Síðasta opna mót sumarsins, samkvæmt mótaskrá, fór fram nú á laugardaginn. Þrátt fyrir kuldann undanfarið var fínasta veður á kylfingum. Keppt var í punktakeppni með og án forgjafar. Án forgjafar varð Ólafur Árni Þorbergsson hlutskarpastur en Einar Haukur Óskarsson og Haraldur Friðriksson fylgdu í kjölfarið. Í keppni með forgjöf varð Svanhildur Guðjónsdóttir hlutskörpust en Pétur Friðjónsson og Dagbjört Rós Hermundardóttir urðu jöfn í 2-3 sæti.

Fyrirhugað er að bændaglíman fari fram næstu helgi og ef verður leyfir mun mótanefnd fyrirvaralítið skella á mótum þegar þeirra verður síst von. Í öllu falli er völlurinn í fínu standi og því lítil ástæða til annars en að skjótast í golf þegar tækifæri gefst til.

Categories: Óflokkað