Category: Óflokkað

Opna Vodafone um helgina

Hvert stórmótið rekur annað á Hlíðarendavelli. Nú á laugardaginn verður opna Vodafone mótið, sem er hluti af Norðvesturþrennunni haldið og er góð þátttaka fyrirsjáanleg. Nokkrir rástímar eru enn lausir og hver að verða síðastur að skrá sig.

Categories: Óflokkað

Fyrstu umferð í holukeppni lokið

Fyrstu umferð í  Holukeppni GSS 2011 lauk í gær, þriðjudaginn 26. júlí. Margar skemmtilegar viðureignir voru háðar í 32 manna úrslitum þar sem úrslit í 6 leikjum réðust ekki fyrr en á 18 holu eða síðar.

Til gamans má geta að einn leikur var háður á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þar mættust Gunnar Sandholt og Ingileif Oddsdóttir en sú síðarnefnda lagði Gunnar  á endanum af velli 3/2. Fregnir úr Borgarfirði herma að völlurinn sé sem sandauðn eftir þessa vasklegu baráttu og getum við þakkað okkar sæla fyrir að þessi leikur fór ekki fram á Hlíðarendavelli.

Af áhugaverðum viðureignum í 16 manna úrslitum má nefna hjónaslag Muggs og Lóu og nokkuð víst að þar verður barist til síðasta blóðdropa.

Mótanefnd hefur ákveðið að næstu umferð í Holukeppninni skuli vera lokið eigi síðar en föstudaginn 5. ágúst.

Eftirtaldir etja kappi í 16 manna úrslitum.

Ingvi Þór Óskarsson- Arnar Ólafsson

Unnar Ingvarsson – Atli Freyr Rafnsson

Guðmundur Þór Árnason – Ólöf Herborg Hartmannsdóttir

Þröstur Kárason – Aldís Ósk Unnarsdóttir

Einar Einarsson – Bjarni Jónasson

Ingileif Oddsdóttir – Arnar Geir Hjartarson

Sigríður Elín Þórðardóttir – Sævar Steingrímsson

Jóhann Örn Bjarkason – Hjörtur Geirmundsson

Einum leik er lokið í 16 manna úrslitum. Hjörtur sigraði Jóhann Bjarkason á 19. h0lu.

Bjarni Jónasson –

Categories: Óflokkað

Úrslit í meistaramóti GSS 2011

Góð þátttaka var í meistaramóti GSS og góð stemming yfir hópnum. Allir keppendur fóru fjóra hringi og allir luku þeir keppni, sem er mjög gott.

Keppt var í nokkrum flokkum og urðu helstu úrslit eftirfarandi:

Sigurvegarar í meistaraflokki karla og kvenna

Meistaraflokkur karla

Jóhann Örn Bjarkason 307 högg

Arnar Geir Hjartarson 319 högg

Ingvi Þór Óskarsson 334 högg

Meistarflokkur kvenna

Árný Lilja Árnadóttir 342 högg

Sigríður Elín Þórðardóttir 363 högg

Dagbjört Rós Hermundardóttir 363 högg

1. flokkur karla

Magnús Gunnar Gunnarsson 358 högg

Guðmundur Ragnarsson 364 högg

Þröstur Friðfinnsson 368 högg

1. flokkur kvenna

Hekla Kolbrún Sæmundardóttir 397 högg

Ingileif Oddsdóttir 405 högg

Matthildur Kemp Guðnadóttir 427 högg

2. flokkur karla

Þröstur Kárason 359 högg

Elvar Ingi Hjartarson 371 högg

3. flokkur karla

Hlynur Freyr Einarsson 351 högg

Bjarni Jónasson 386 högg

Jónas Már Kristjánsson 393 högg

4. flokkur karla

William Þór Eðvarðsson 468 högg

Einar Ágúst Gíslason 497 högg

Byrjendaflokkur kvenna

Herdís Sæmundardóttir 546 högg

Nína Þóra Rafnsdóttir 599 högg

 

Categories: Óflokkað