Opna Intersport open barna og unglingamótið fór fram í Svarfaðardalnum á sunnudaginn og tóku 17 keppendur frá GSS þátt. Þó árangurinn væri misjafn voru þau öll til fyrirmyndar jafnt utan vallar sem innan. Bestum árangri í sínum flokki náðu þeir Ingvi Þór Óskarsson, sem varð jafn í fyrsta sæti í flokki drengja 17-18 ára, en varð í öðru sæti eftir bráðabana. Þröstur Kárasson varð í fjórða sæti, eftir bráðabana um það þriðja í flokki drengja 15-16 ára. Matthildur Kemp Guðnadóttir varð í þriðja sæti í flokki stúlkna 14 ára og yngri. Þá sigraði William Þór Eðvarðsson í flokki 12 ára og yngri og Viktor Kárason varð í öðru sæti í byrjendaflokki. Að lokum má geta þess að Pálmi Þórsson fékk nándarverðlaun, en hann var hársbreidd frá því að fara holu í höggi á mótinu. Nánari upplýsingar og myndir má sjá á bloggsíðu unglingastarfsins www.gss.blog.is