Category: Óflokkað

Úrslit á Opna Icelandair golfers mótinu.

Alls tóku 44 kylfingar þátt í Opna Icelandair golfers mótinu s.l. laugardag og var veður þokkalegt miðað við það sem á undan og eftir hefur gengið. Veitt voru verðlaun fyrir flesta punkta, en fyrir óinnvígða, þá fengu þeir sem spiluðu á fæstum höggum ekki endilega verðlaun, heldur var miðað við forgjöf viðkomandi. Sigurvegari var Ragnheiður Matthíasdóttir sem fékk 41 punkt, en Sigríður Elín Þórðardóttir fékk 40 punkta, Ólafur Árni Þorbergsson, Guðmundur Árnason og Arnar Geir Hjartarsson komu síðan í kjölfarið og hlutu öll verðlaun fyrir framistöðuna.

Categories: Óflokkað

Góður árangur á þriðja Ólafshúsmótinu

Eftir barning fram eftir vori virðast kylfingar vera að ná vopnum sínum, ef marka má úrslit úr þriðja Ólafshúsmótinu, en 23 kylfingar tóku þátt í mótinu. Veðrið var þokkalegt sem hafði góð áhrif á skorið. Sigurvegari án forgjafar var Jóhann Örn Bjarkason en hann spilaði á 78 höggum. Sigurvegari með forgjöf varð hins vegar Hlynur Freyr Einarsson, sem fékk 40 punkta og lækkaði verulega í forgjöf. Magnús Gunnar Gunnarsson og Guðni Kristjánsson komu skammt á eftir með 38 punkta.

Categories: Óflokkað

Verðlaun á Opna Icelandair golfers mótinu

Nú er ljóst hvað í verðlaun verður á opna Icelandair golfers mótinu n.k. laugardag, en þau eru eins og nafn mótsins gefur til kynna veitt af Icelandair og Icelandair golfers. Keppt verður í einum flokki og verður um punktakeppni að ræða:

1. verðlaun. Gjafabréf frá Icelandair 40.000

2. verðlaun. 20.000 króna úttekt í Örninn golfverslun.

3. verðlaun 12.000 króna úttekt í Örninn golfverslun.

4. verðlaun 10.000 króna gjafabréf frá Bílahótel.

5. verðalaun 10.000 króna gjafabréf frá Bílahótel.

Nándarverðlaun 6/15 holu 10.000 króna gjafabréf frá Bílahótel. 5000. króna úttekt í Örninn golfverslun.

Lengsta teighögg 9/18 holu. 10.000 króna gjafabréf frá Bílahótel. 5000 króna úttekt í Örninn golfverslun.

Sjá nánar í lýsingu móts á www.golf.is

 

 

Categories: Óflokkað