Category: Óflokkað

Guðni og Haraldur sigra á öðru Ólafshúsmótinu.

Góða veðrið lætur bíða eftir sér og fóru kylfingar ekki varhluta af því á öðru Ólafshúsmótinu sem haldið var í gær. Rok og kuldi settu mark sitt á mótið og hafði áhrif á alla nema sigurvegarann í punktakeppni með forgjöf, en Guðni Kristjánsson sigraði með yfirburðum og lækkaði í forgjöf, meðan aðrir spiluðu illa. Haraldur Friðriksson sigraði í punktakeppni án forgjafar.

Minnt er á Opna Fiskmarkaðsmótið á Skagaströnd 17. júní. Eftir það fara í gang öflugar mótahelgar með Icelandairmóti og Kvennamóti, þannig að nú er rétti tíminn til að taka golfið föstum tökum.

Categories: Óflokkað

Fámennt á fyrsta Ólafshússmótinu

Veðurguðirnir voru ekki í sértaklega góðu skapi í gær þegar fyrsta mótið í Ólafshúsmótaröðinni fór fram, strekkingsvindur og slydda með köflum. Alls tóku 13 kylfingar þátt í mótinu og létu veðrið ekki hafa áhrif á sig. Sigurvegar í höggleik var Guðmundur Ragnarsson sem spilaði á 85 höggum en Atli Freyr Marteinsson sigraði í punktakeppni með 33 punkta.

Categories: Óflokkað