Category: Óflokkað

Dótadagur og kynning á golfkennaranum Richard Hughes

Fyrirhugað er að halda kynningardag að Hlíðarenda laugardaginn 28. maí ef veður leyfir. Fyrir hádegi geta félagsmenn komið með gamlar kylfur eða skemmdar og fengið golfkennarann Richard að kíkja á þær. Hann mun bjóða upp á að lagfæra kylfur og skipta um grip. Einnig verður golfmarkaður þar sem fólk getur selt eða skipt á golfvörum. Eftir hádegi verður Richard með golfsýningu og ef veður verður hagstætt verður haldið 9 holu mót. Dagskráin verður nánar auglýst síðar.

Categories: Óflokkað

Völlurinn lokaður

Vegna lagfæringa á flötum og dreifingu á húsdýraáburði er völlurinn lokaður. Líklega verður unnt að opna völlinn að nýju á miðvikurdag, 25. maí.

Vallarnefnd

Lokun vallarins mun ekki hafa áhrif á golfkennslu, sem fer fram á æfingasvæðinu.

Categories: Óflokkað

Golfkennsla í maí

Gwyn Richard Hughes PGA golfkennari mætir til landsins nokkru fyrr en áætlað var og hefur ákveðið að bjóða upp á sérstakt tilboð á golfkennslu í maímánuði. Kennsla hefst mánudaginn 16 maí n.k. Byrjendum sem lengra komnum gefst nú frábært tækifæri til  að starta golfsumrinu af fullum krafti undir leiðsögn framúrskarandi þjálfara.

Einkakennsla 30. mín. Fullt verð 3000 krónur. Í maí er öðrum 30 mínútum bætt við frítt.

Einkakennsla 1 klukkutími með vídeógreiningu. Fullt verð 5000 krónur. Í maí er 30 mínútum bætt við frítt.

Einkakennsla. Kennari gengur með kylfingi 9 holur. Fullt verð 6000 krónur. Í maí er boðið upp á hálftíma kennslu að auki frítt.

Brons prógram. Einkakennsla. 5 skipti 30 mín.  Fullt verð 14.000. Í maí er boðið upp á 2 skipti að auki frítt.

Silfur prógram. Einkakennsla.  5 skipti 30 mín. Að auki gengur kennari með kylfingi 9 holur. Fullt verð 19.000. Í maí er boðið upp á 2 skipti að auki frítt.

Gull prógram. Einkakennsla. 10 skipti 30 mín. Fullt verð 25.000,- Í maí er boðið upp á 4 skipti til viðbótar frítt.

Platínu prógram. Einkakennsla 10 x 30 mín. Kennari gengur með kylfingi 2 x 9 holur. Fullt verð 33.000,- Í maí er að auki boðið upp á 4 skipti til viðbótar frítt.

Nýliðanámskeið fyrir byrjendur. 6000 krónur. Hópar frá 6-10 manns. 2 klst í einu í fjögur skipti. Tilboð í maí. 30 mín. einkatími að auki fyrir hvern þátttakanda.

Kylfingar sem ekki eru félagsmenn í Golfklúbbi Sauðárkróks og kaupa Brons, Silfur, Gull eða Platínuprógramm eða taka þátt í nýliðanámskeiði fá 5 fría golfhringi á Hlíðarendavelli að auki í kaupbæti. Frekari upplýsingar eru veittar í netfanginu unnar.ingvarsson@gmail.com og þar er einnig hægt að panta tíma.

Categories: Óflokkað