Category: Óflokkað

Velheppnaður vinnudagur

Í gærkvöldi var vinnukvöld hjá klúbbnum, eins og kom fram í síðasta fréttabréfi,  þar sem unnið var að þrifum og málningu í íbúð golfkennara. Fámennur er harðsnúinn hópur mætti til leiks og dreif verkið af. Eru þeim færðar bestu þakkir.

Þeim sem ekki áttu heimagengt gefst fljótlega tækifæri til að hjálpa til við þrif á skála og fleiri verkefni, sem auglýst verður nánar síðar.

Categories: Óflokkað

Unglingastarfið hefst í byrjun júní

Golfskóli Golfklúbbs Sauðárkróks hefst þriðjudaginn 7.júní n.k. og stendur fram í ágúst
8-11 ára verða mánudaga – fimmtudaga kl. 10-12
12-16 ára verða mánudaga – fimmtudaga kl. 10-15
Kennari í golfskólanum í sumar verður Gwyn Richard Hughes sem að einnig kemur til með að sjá um einkakennslu hjá klúbbnum.
Golfæfingar eru þegar hafnar og verða alla sunnudaga kl.13-15 þar til golfskólinn hefst.

 

Skráning fer fram á netfangið hjortur@fjolnet.is eða í síma 8217041.

Heimasíða unglingastarfs GSS er www.gss.blog.is og má þar sjá mikið af myndum og fá margvíslegar upplýsingar um unglingastarfið.

Sumargjald í golfskólann er:
8-11 ára greiða 15.000,-
12-16 ára greiða 20.000,-

Unglingaráð GSS

Categories: Óflokkað