Category: Óflokkað

Skötuveisla GSS og Ólafshúss.

507 Comments

Komdu og fáðu nasaþefinn af jólunum á Kaffi Krók  Fimmtudaginn, 23. desember 2010, frá kl. 11:00 – 14:00

Þá er að renna í garð þessi yndislegi tími ársins þar sem heimilin fyllast af allskonar ilmi sem við tengjum öllu jöfnu við jólin.

Til að afla tekna hefur GSS ákveðið í samstarfi við velunnara okkar Kaffi Krók, sem m.a. hefur stutt dyggilega við mótaröðina okkar undanfarin sumur, að blása til stórfenglegrar skötuveilslu! Við höldum í fornar hefðir og bjóðum  Skagfirðingum og gestum þeirra nær og fjær að hittast og borða saman þennan þjóðlega rétt, auk þess sem boðið verður upp á síld, saltfisk, skötustöppu, saltfiskstöppu, rúgbrauð, smjör, hamsa, kartöflur og vestfirzkan hnoðmör, svo maður tali nú ekki um ilmandi grjónagraut, fyrir aðeins kr. 2.500.pr.mann.

Einnig er hægt að kaupa bjór, gos og snapsa af ýmsi tagi!

Nauðsynlegt er að panta borð skrá sig í matinn sem fyrst í síma: 845-6625 eða á videosport@simnet.is


Categories: Óflokkað

Pétur Friðjónsson endurkjörinn formaður GSS

Á aðalfundi GSS var Pétur Friðjónsson endurkjörinn formaður klúbbsins til eins árs. Er hann því að hefja sitt annað starfsár sem formaður, en áður var hann formaður unglingaráðs klúbbsins í tvö ár. Hægt er að hafa beint samband við Pétur í netfanginu: petur@saudarkrokur.net

Pétur Friðjónsson formaður GSS

Categories: Óflokkað

Viðsnúningur í rekstri klúbbins

379 Comments

Aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks var haldinn að Hlíðarenda 9. desember s.l. Um 20 félagar sóttu fundinn. Á fundinum kom fram að hagnaður af rekstri var ríflega 1,5 milljón króna, en áfram eru afborganir af lánum þungur baggi fyrir klúbbinn. Á síðasta ári voru nánast engar framkvæmdir við völlinn og tókst því að bæta fjárhaginn, en á síðasta ári var hallinn á rekstri klúbbsins um 2,6 milljónir króna. Ástæða þess halla var fyrst og fremst uppfærsla á lánum klúbbins.

Við blasir hins vegar að ráðast þarf í aðgerðir til að tryggja klúbbnum meira vatn, en þurrkasumur síðastliðin ár hafa gert það að verkum að mjög erfitt hefur verið að vökva flatir og brautir eins og nauðsynlegt er.

Á fundinum var ný stjórn kosin. Pétur Friðjónsson gaf áfram kost á sér sem formaður en aðrir í stjórn á næsta starfsári verða: Unnar Ingvarsson varaformaður, Ragnheiður Matthíasdóttir gjaldkeri, Dagbjört Rós Hermundardóttir ritari, Hjörtur Geirmundsson formaður unglinganefndar, Björn Sigurðsson formaður vallarnefndar og Bjarni Jónasson formaður mótanefndar, en hann kemur nýr inn í stjórn.

Skýrsla formanns, formanna nefnda  og reikningar klúbbsins verða birtar von bráðar hér á síðunni.

Skýrsla v aðalfundar GSS 2010

Categories: Óflokkað