Fjórða Mót Norðurlandsmótaraðarinnar Haldið á Hlíðarendavelli

Sunnudaginn 11 Ágúst var fjórða mótið í Titleist Footjoy Norðurlandsmótaröðinni haldið hér á Hlíðarendavelli. 37 krakkar komu frá klúbbum norðurlandsins og spiluðu ýmist 9 eða 18 holur. Barna- og unglinganefndin mannaði grillið og bauð keppendum upp á grillaðar pylsur, og golfkennari Atli Freyr Rafnsson bauð upp á golfkennslu milli 12 og 2 ásamt öðrum PGA þjálfurum. Því var mikið fjör á vellinum þann dag.

Byrjendaflokkurinn byrjaði daginn og voru samgtals fjórir nýjir og efnilegir kylfingar sem tóku þátt; Bergdís Birna, Rúnar Ingi, Markús Bessi, og Kristján Franz, og stóðu þau sig öll frábærlega.

12 ára og yngri kvenna flokkurinn var æsi spennandi og eftir 9 holur voru allar þrjár stelpur jafnar í skori. Það var þá tekið shoot-out á 9 holu þar sem Embla Sigrún endaði í fyrsta sæti, Nína Júlía í öðru sæti og Nína Morgan í þriðja. Í 12 ára og yngri karla var það hann Brynjar Morgan sem tok fyrsta sætið. Bjarki Þór Elíasson fylgdi honum í öðru sæti, og Gunnar Atli í þriðja sæti.

Í 14 ára og yngri kvenna flokk var það Gígja Rós sem tók fyrsta sætið. Í 14 ára og yngri karla flokk var Egill Örn sem tók fyrsta sætið. Á eftir honum fylgdi Arnar Freyr í öðru sæti og Barri Björvinsson í þriðja sæti.

15 ára og yngri flokkarnir kepptu í bæði höggleik og punktakeppni með forgjöf. Í höggleik voru það Hafsteinn Thor og Bryndís Eva sem tóku fyrstu sætin í kvenna og karla flokki. Annað sætið tóku þau Maron Björgvinsson og Lilja Maren, og þriðja sætið tóku Dagbjört Sísí og Finnur Bessi. Í punktakeppninni voru úrslitin aðeins öðruvísi. Lilja Maren og Elvar Þór tóku fyrsta sætið þar. Á eftir þeim komu Dagbjört Sísí og Hafsteinn Thor í öðru sæti og Finnur Bessi og Bryndís Eva í þriðja sæti.

Svo var afhent Nýprent bikarinn fyrir flesta punkta á 18 holum mep forgjöf og þar voru Dagur Kai og Lilja Maren punktahæst af öllum keppendum.

Frábær dagur og hlökkum til að taka á móti öllum aftur að ári!

Categories: Óflokkað