Golfmaraþon barna og unglinga í GSS

Börn og unglingar í Golfklúbbi Sauðárkróks héldu golfmaraþon fimmtudaginn 19. Júlí. Þau hófu daginn kl. 9 og var markmiðið að spila að minnsta kosti 1.000 holur, þau spiluðu til kl. 18 og höfðu þá með aðstoð fjölskyldna og annarra klúbbfélaga spilað alls 1.541 holu. Dagurinn heppnaðist því ljómandi vel og allir mjög sáttir með árangurinn.

Krakkarnir og golfklúbburinn vilja koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem tóku vel á móti þeim og styrktu með áheitum og jafnframt til þeirra sem lögðu þeim lið.

 

Categories: Börn og unglingar