Karlasveit GSS í 3. sæti. Kvennasveitin númer 7.

Sveitakeppni GSÍ er nú lokið. Karlasveit GSS keppti í fjórðu deild, sem fram fór á Sauðárkróki. Eftir harða baráttu sigraði sveit Dalvíkinga, Selfyssingar urðu í öðru sæti en sveit Sauðárkróks í því þriðja. Dalvíkingar og sveit Golfklúbbs Selfoss keppa því í þriðju deild að ári en Sauðkrækingar verða áfram í fjórðu deild. Viðureign GSS og Selfoss féll ekki með okkar mönnum en okkar menn stóðu sig með mikilli prýði og luku gestir lofsorði á Hlíðarendavöll og framkvæmd mótsins. Úrslit urðu annars þessi.

Sigursveit Dalvíkinga í Sveitakeppni GSÍ 4. deild.

1.  Golfklúbbur Dalvíkur

2.  Golfklúbbur Selfoss

3. Golfklúbbur Sauðárkróks

4. Golfklúbbur Bakkakots

5. Golfklúbburinn Geysir

6. Golfklúbbur Þorlákshafnar

7. Golfklúbburinn Þverá (fellur í 5. deild)

8. Golfklúbburinn Sandgerði (fellur í 5. deild)

 

Sveit Selfoss í 2. sæti

 

 

Kvennasveitin keppti í efstu deild og atti þar kappi við bestu kvenkylfinga landsins. Þrátt fyrir sigur í síðustu umferð gegn Golfklúbbinum Oddi endaði sveitin í 7. sæti og féll í aðra deild. Stelpurnar stóðu sig með prýði og þurfa ekki að bæta sig mikið til að halda sér meðalþeirra bestu.

Til gamans má geta að fjöldi mynda frá sveitakeppninni á Hlíðarendavelli er að finna á facebook hóp sem heitir „Golfmyndir GSS“ – hvetjum alla til að skoða þær.

Categories: Óflokkað