Kvennamót GSS 2023- 20 Ára Afmælismót
Laugardaginn 1 júlí var hátíðisdagur hér í Skagafirði því GSS hélt árlega Kvennamótið sitt í tuttugasta skipti. GSS byrjaði að halda Kvennamót árið 2004 til að auka þátttöku kvenna í golfi. Þá var afar fámennt af konum yfirhöfuð í klúbbum landsins en í dag hafa tímarnir breyst og var þetta kvennamót fjölmennasta mót GSS í langan tíma, með 62 konur í þáttöku. Dagurinn var fullur af þakklæti, kærleika, samstöðu og vináttu.
Það voru tugi styrktaraðila sem lögðu sitt af mörkum og það er þeim að þakka að allar konur í mótinu fóru heim með veglegan vinning. Það voru skemmtileg aukaverðlaun í boði en á 9/18 braut voru verðlaun fyrir að vera næst miðju og það tók hún Lovísa Erlendsdóttir sem gerði sér lítið um og lenti beint á línunni. Það voru nokkrar ansi óheppnar að lenda í vatninu á 2 braut en það borgaði sig nú fyrir Unni Ólöfu og Írisi Baldursdóttur sem fengu verðlaun fyrir flesta bolta í vatninu en það voru tveir hjá þeim báðum. Hekla Kolbrún tók nándarverðlaunin á 5. braut með boltan 4.39m frá og Hrefna Svanlaugsdóttir tók verðlaunin fyrir flestar sexur með heilar sjö sexur á 18 holum.
Hrefna Svanlaugsdóttir tók einnig topp sætið á mótinu með heila 42 punkta. Konurnar í næstu þrem sætum voru allar með 39 punkta en það var Halldóra Andrésdóttir í öðru, Marsibil Sigurðardóttir í þriðja, og Dagný Finnsdóttir í fjórða. Ólína Þórey tók svo fimmta sætið með 38 punkta.
Í lok móts var boðið upp á veitingar og hlegið og spjallað þangað til að verðlaunaafhendingunni þar sem allar konur nældu sér í eitthverja skemmtilega vinninga. En þó að dagurinn hafi verið dásamlegur þá minnir hann okkur líka á að það er enþá síffeld barátta fyrir konur í golfi. Enn í dag eru konur ekki teknar eins alvarlega og menn í golfi og menn skipa enþá stórum meirhluta af golfurum. Golf er talin vera með einn af mesta muninum í launum á milli karla og kvenna a öllum íþróttum í heiminum. Til að mynda, í þrem stærstu golfmótum heims, er verðlaunafé karla meira en $1m hærra en verðlaunafé kvenna, en það er jafnt um 135 milljónum íslenskra króna. Við höfum sannarlega komið langt en baráttan er ekki búin. Þessvegna eru þessi kvennamót svo dýrmæt og samstaða kvenna í golfi svo mikilvæg.