Viðburðadagatal

Week of jún 17th

  • Hard Wok Háforgjafamótaröð

    Hard Wok Háforgjafamótaröð


    júní 18, 2024

    Þetta 9 holu mót  er ætlað þeim með 30 eða hærra í forgjöf (vallarforgjöf). Þeir sem eru með lægri forgjöf geta ekki unnoð til verðlauna en er velkomið að vera með. Mótið hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfinu.

    Allir eru ræstir út kl 17:00. Veitt eru verðlaun fyrir 1 sætið sem er gjafabréf frá Hard Wok.

    Nánari upplýsingar veitir Dagbjört Rós s: 868-6917

  • Esju Gæðafæði Miðvikudagsmótaröð

    Esju Gæðafæði Miðvikudagsmótaröð


    júní 19, 2024

    Mótaröðin samanstendur af 10 stökum mótum sem eru haldin á tímabilinu 1. júní til 1. september. Mótin skulu að jafnaði vera á miðvikudögum. Ef ekki tekst að halda 10 mót á tímabilinu s.s. vegna veðurs eða samkomutakmarkana má lengja tímabil um eina viku eða fækka mótum í röðini og þ.a.l. þeim mótum sem telja til stiga.

    Stök mót:

    Í hverju stöku móti er keppt í þremur flokkum: punktakeppni með forgjöf konur, punktakeppni með forgjöf karlar, og opinn flokkur punktakeppni án forgjafar. Hámarksforgjöf er 36 í karla og kvenna flokki. Ef færri en 3 keppendur eru af öðru hvoru kyni eru karla og kvennaflokkarnir sameinaðir.

    Veitt eru verðlaun frá Esju Gæðafæði fyrir sigurvegara í öllum flokkum í hverju móti raðarinnar. Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir í efsta sæti í punktakeppni með forgjöf gildir röð keppenda samkvæmt reikniforrits GSÍ sem notað er við úrvinnslu punktamóta með forgjöf. Aðeins er hægt að vinna á einum flokk í hverju móti.

    Veitt eru verðlaun fyrir besta árangur samanlagt í sömu flokkum og á stökum mótum raðarinnar með forgjöf. Talin eru 6 bestu mót keppenda. Veitt eru ein verðlaun fyrir bestan samanlagðan árangur í punktaleik án forgjafar eftir röðina óháð kyni. 

    Besta Hola: HÖGGLEIKUR MEÐ FORGJÖF.

    Eftir hvert mót getur keppandi valið að skrá 1,2,3, eða 4 holur sem 'besta hola.' Keppandi þarf að tak þátt í minnst í 5 mótum til að ná að skrá skor á 18 holur. Keppandi merkir á kortið sem staðsett er í sal klúbbhússins.

    GSS félagar greiða 2.000kr fyrir hvert stakt mót. Afsláttarkort er 17.500kr fyrir 10 mót. Gestir greiða vallargjald samkvæmt gjaldskrá GSS til viðbótar við mótsgjald.

    Verðlaun Esju mótaraðar 2024:

    • Stök mót: 30x gjafabréf (grillveisla fyrir 4) að verðmæti 12.200kr í hverjum flokki.
    • Esju mótaraðar meistari með forgjöf karla og kvenna fær gjafabréf (grillveisla fyrir 8-10 manns) að verðmæti 29.000kr.
    • Esju mótaraðar meistari mótaraðarinnar án forgjafar óháð kyni fær gjafabréf (grillveisla fyrir 8-10 manns) að verðmæti 29.000kr.
    • Esju mótaraðar meistari fyrir Bestu Holu fær gjafabréf (grillveisla fyrir 8-10 manns) að verðmæti 29.000kr
  • Opna Minningarmót GSS

    Opna Minningarmót GSS


    júní 22, 2024

    Í mótinu höldum við sérstaklega uppi minningu allra góðra félaga úr Golfklúbbi Skagafjarðar sem á sínum tíma áttu þátt í að stofna klúbbinn eða hafa með einhverjum hætti lagt starfsemi hans lið. Framlag fyrrum félaga á ríkan þátt í að byggja undistöðurnar sem gerir Golfklúbb Skagafjarðar að því sem klúbburinn og félagsskapurinn er í dag. Það er gott að minnast með þakklæti okkar góðu félaga og góðra stunda í góðum félagsskap á Hlíðarendarvelli.

    Minningarmótið 2024 verður haldið laugardaginn 22 júní 2024 sem er einkar viðeigandi en þann dag eru 100 ár frá fæðingu Marteins Friðrikssonar, eins stofnfélögum golfklúbbsins.

    Mæting í skála kl 9:00. Allir keppendur verða ræstir út á sama tíma klukkan 9:30.

    Keppnisfyrirkomulag:

    Mótið er punktakeppni með forgjöf, opin flokkur með hámarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf og ein verðlaun fyrir besta skor í punktakeppni án forgjafar. Nándarverðlaun á par 3 holum. Auk þess sem dregið verður úr skorkortum við verðlaunaafhendingu (vinningar einungis til viðstaddra þáttakenda).