Viðburðadagatal

júní 22, 2024

Opna Minningarmót GSS

Opna Minningarmót GSS


júní 22, 2024

Í mótinu höldum við sérstaklega uppi minningu allra góðra félaga úr Golfklúbbi Skagafjarðar sem á sínum tíma áttu þátt í að stofna klúbbinn eða hafa með einhverjum hætti lagt starfsemi hans lið. Framlag fyrrum félaga á ríkan þátt í að byggja undistöðurnar sem gerir Golfklúbb Skagafjarðar að því sem klúbburinn og félagsskapurinn er í dag. Það er gott að minnast með þakklæti okkar góðu félaga og góðra stunda í góðum félagsskap á Hlíðarendarvelli.

Minningarmótið 2024 verður haldið laugardaginn 22 júní 2024 sem er einkar viðeigandi en þann dag eru 100 ár frá fæðingu Marteins Friðrikssonar, eins stofnfélögum golfklúbbsins.

Mæting í skála kl 9:00. Allir keppendur verða ræstir út á sama tíma klukkan 9:30.

Keppnisfyrirkomulag:

Mótið er punktakeppni með forgjöf, opin flokkur með hámarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf og ein verðlaun fyrir besta skor í punktakeppni án forgjafar. Nándarverðlaun á par 3 holum. Auk þess sem dregið verður úr skorkortum við verðlaunaafhendingu (vinningar einungis til viðstaddra þáttakenda).