Viðburðadagatal

Week of jún 24th

  • Hard Wok Háforgjafamótaröð

    Hard Wok Háforgjafamótaröð


    júní 25, 2024

    Þetta 9 holu mót  er ætlað þeim með 30 eða hærra í forgjöf (vallarforgjöf). Þeir sem eru með lægri forgjöf geta ekki unnoð til verðlauna en er velkomið að vera með. Mótið hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfinu.

    Allir eru ræstir út kl 17:00. Veitt eru verðlaun fyrir 1 sætið sem er gjafabréf frá Hard Wok.

    Nánari upplýsingar veitir Dagbjört Rós s: 868-6917

  • Esju Gæðafæði Miðvikudagsmótaröð

    Esju Gæðafæði Miðvikudagsmótaröð


    júní 26, 2024

    Mótaröðin samanstendur af 10 stökum mótum sem eru haldin á tímabilinu 1. júní til 1. september. Mótin skulu að jafnaði vera á miðvikudögum. Ef ekki tekst að halda 10 mót á tímabilinu s.s. vegna veðurs eða samkomutakmarkana má lengja tímabil um eina viku eða fækka mótum í röðini og þ.a.l. þeim mótum sem telja til stiga.

    Stök mót:

    Í hverju stöku móti er keppt í þremur flokkum: punktakeppni með forgjöf konur, punktakeppni með forgjöf karlar, og opinn flokkur punktakeppni án forgjafar. Hámarksforgjöf er 36 í karla og kvenna flokki. Ef færri en 3 keppendur eru af öðru hvoru kyni eru karla og kvennaflokkarnir sameinaðir.

    Veitt eru verðlaun frá Esju Gæðafæði fyrir sigurvegara í öllum flokkum í hverju móti raðarinnar. Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir í efsta sæti í punktakeppni með forgjöf gildir röð keppenda samkvæmt reikniforrits GSÍ sem notað er við úrvinnslu punktamóta með forgjöf. Aðeins er hægt að vinna á einum flokk í hverju móti.

    Veitt eru verðlaun fyrir besta árangur samanlagt í sömu flokkum og á stökum mótum raðarinnar með forgjöf. Talin eru 6 bestu mót keppenda. Veitt eru ein verðlaun fyrir bestan samanlagðan árangur í punktaleik án forgjafar eftir röðina óháð kyni. 

    Besta Hola: HÖGGLEIKUR MEÐ FORGJÖF.

    Eftir hvert mót getur keppandi valið að skrá 1,2,3, eða 4 holur sem 'besta hola.' Keppandi þarf að tak þátt í minnst í 5 mótum til að ná að skrá skor á 18 holur. Keppandi merkir á kortið sem staðsett er í sal klúbbhússins.

    GSS félagar greiða 2.000kr fyrir hvert stakt mót. Afsláttarkort er 17.500kr fyrir 10 mót. Gestir greiða vallargjald samkvæmt gjaldskrá GSS til viðbótar við mótsgjald.

    Verðlaun Esju mótaraðar 2024:

    • Stök mót: 30x gjafabréf (grillveisla fyrir 4) að verðmæti 12.200kr í hverjum flokki.
    • Esju mótaraðar meistari með forgjöf karla og kvenna fær gjafabréf (grillveisla fyrir 8-10 manns) að verðmæti 29.000kr.
    • Esju mótaraðar meistari mótaraðarinnar án forgjafar óháð kyni fær gjafabréf (grillveisla fyrir 8-10 manns) að verðmæti 29.000kr.
    • Esju mótaraðar meistari fyrir Bestu Holu fær gjafabréf (grillveisla fyrir 8-10 manns) að verðmæti 29.000kr
  • Opna Kvennamót GSS 2024

    Opna Kvennamót GSS 2024


    júní 29, 2024

    Kvennamót GSS hefur síðustu tvo áratugi skipað sér sess meðal glæsilegustu golfmóta sem sögur fara af. Allir þáttakendur hafa farið heim með glaðning, sem ekki væri hægt nema vegna þess að fyrirtæki og aðilar í samfélaginu hafa í gegnum tíðinna stutt dyggilega við mótahaldið. Nú sem fyrr er stefnt að flottu móti og eru allar konur í golfi hvattar til að skrá sig til leiks.

    Mótið verður haldið laugardaginn 29. júní 2024. Keppt er í einum opnum flokki, punktakeppni með forgjöf þar sem hámarksleikforgjöf er 28. Mótið er þó opið öllum með forgjöf.

    Nándarverðlaun á 6./15. og hlaðborð vinninga. Að auki má búast við einhverjum skemmtilegum aukavinningum og teiggjöf.