Úrslit í Opna Icelandairgolfers

Opna Icelandairsgolfers fór fram á Hlíðarenda laugardaginn 29 júní. Leikfyrirkomulagið var höggleikur með og án forgjafar. Helstu úrslit í höggleik án forgjafar: 1. sæti Ólafur Unnar Gylfason GÓ á 76 höggum. 2 sæti Oddur Valsson GSS á 77 höggum. 3. sæti Bergur Rúnar Björnsson GÓ á 79 höggum. Háður var bráðabani um þriðja sæti þar sem Bergur Rúnar og Arnar Geir Hjartarson GSS voru báðir á 79 höggum. Níunda hola féll á pari en Bergur Rúnar sló síðan nær holu af 100 metra færi.
Úrslit í höggleik með forgjöf:  1. sæti var Hákon Ingi Rafnsson GSS á 66 höggum nettó. 2 sæti Sævar Steingrímsson GSS á 68 höggum nettó. 3 sæti Stefán Atli Agnarsson á 70 höggum nettó. 

Icelandairgolfers er þakkaður stuðningur en samtals nam andvirði verðlauna 100 þúsund krónur.

Categories: Óflokkað

Golfkennsla hjá Mark Irving

Vakin er athygli á að Mark Irving býður upp á stutt námskeið á fimmtudag og laugardag. Einnig er vakin athygli á að Mark býður upp á kennslu eftir verðskrá sem er birt hér að neðan:

Örnámskeið

Komdu og láttu Mark Irving skoða sveifluna þína

Allir velkomnir á eftirfarandi tímum.

Fimmtudagur   4.7.  19.00  á æfingasvæðinu 

Laugardagur     6.7.  11.00  á æfingasvæðinu

Verð: 1000,- á mann. 1 fata af boltum innifalin.

Engin skráning. Bara að mæta

Mark  Simi: 6617827

progolf@sport.dk

 

Golfkennsla sumarið 2013
Mark Irving golfkennari

 

Verðlisti

 25. mín 3000 krónur                  5 skipti á 14.000,-

45 mín 5000  krónur                  5 skipti á 23.000,-

(ath tveir geta skipt með sér 45. mín. tíma)

 Vídeogreining 60. mín á 7000 krónur.

Kennsla í stutta spilinu og að leika úr glompum. 60 mín 7000 krónur.

Spilað og kennt. Gengnar 9 holur (2 klst) Hámark tveir nemendur 12.000,-

Byrjendanámskeið

Sveiflan – stutta spilið – leikið úr glompum og pútt

Verð 8000,- á mann miðað við 5 klst. kennslu, sem skiptist á nokkra daga.  Hámark 6 í hverju námskeiði.

(einnig mögulegt að færri geti tekið slíkt námskeið)

 

Hægt er að panta tíma hjá Mark í síma 661 7827 eða í netfanginu  Einnig er hægt að hafa samband við golfskála og hringja í síma 453 5075 eða í netfanginu progolf@sport.dk

Categories: Óflokkað

Úrslit í Nýprent Open barna-og unglingamótinu.

Sunnudaginn 30.júni fór fram Nýprent Open barna-og unglingamótið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröðinni og er það fyrsta á þessu sumri. Keppendur voru 67 og komu flestir þeirra eða 24 frá Golfklúbbi Sauðárkróks (GSS). Einnig voru keppendur frá Golfklúbbi Akureyrar (GA), Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD) og Golfklúbbi Ólafsfjarðar (GÓ).

Keppt var í fjölmörgum flokkum enda mótið hugsað fyrir alla til og með  18 ára aldri á Norðurlandi.

Mótið tókst mjög vel í alla staði og urðu úrslit sem hér segir.

Klúbbur Högg
Byrjendaflokkur stelpur
1. Ástrós Lena Ásgeirsdóttir GHD 51
2. Telma Ösp Einarsdóttir GSS 53
3. Sara Sigurbjörnsdóttir 55
Byrjendaflokkur strákar
1. Hákon Atli Aðalsteinsson GA 43
2. Sigurður Bogi Ólafsson GA 45
3. Auðunn Elfar Þórarinsson GA 53
12 ára og yngri stelpur
1. Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir GHD 74
12 ára og yngri strákar
1. Hákon Ingi Rafnsson GSS 48
2. Mikael Máni Sigurðsson GA 51
3. Brimar Jörvi Guðmundsson GA 55
14 ára og yngri stelpur
1. Ólöf María Einarsdóttir GHD 80
2. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GHD 100
3. Magnea Helga Guðmundsdóttir GHD 101
14 ára og yngri strákar
1. Kristján Benedikt Sveinsson GHD 74
2. Arnór Snær Guðmundsson GHD 77
3. Þorgeir Sigurbjörnsson 86
15-16 ára stúlkur
1. Birta Dís Jónsdóttir GHD 83
2. Elísa Gunnlaugsdóttir GHD 84
3. Aldís Ósk Unnarsdóttir GSS 87
15-16 ára strákar
1.Tumi Hrafn Kúld GA 80
2. Elvar Ingi Hjartarson GSS 81
3. Víðir Steinar Tómasson GSS 82
17-18 ára stúlkur
1. Stefanía Elsa Jónsdóttir GA 87
2. Jónína Björg Guðmundsdóttir GHD 87
3. Sigríður Eygló Unnarsdóttir GSS 100
17-18 ára piltar
1. Arnar Geir Hjartarson GSS 78
2. Eyþór Hrafnar Ketilsson GA 81
3. Ævarr Freyr Birgisson GA 84
Nýprent meistarar – fæst högg:
Ólöf María Einarsdóttir GHD 80
Kristján Benedikt Sveinsson GHD 74
Flestir punktar á 18 holum
Ólöf María Einarsdóttir GHD 42 pkt
Kristján Benedikt Sveinsson GHD 35 pkt
Næst holu á 6.braut
Byrjendur: Sara María Birgisdóttir GA
12 ára og yngri:Gunnar Aðalgeir Arason GA
14 ára og yngri:Þorgeir Sigurbjörnsson
15-16 ára: Hlynur Freyr Einarsson GSS
17-18 ára:Ævarr Freyr Birgisson GA
Vippverðlaun
Byrjendur: Sara María Birgisdóttir GA
12 ára og yngri:Mikael Máni Sigurðsson GA
14 ára og yngri:Kristján Benedikt   Sveinsson GHD
15-16 ára: Jónas Már Kristjánsson GSS
17-18 ára:Stefanía Elsa Jónsdóttir GA

Stofnaður hefur verið hópur á facebook sem heitir „Golfmyndir GSS“ .

Þar er að fylgja fjölda mynda úr mótinu og fleiri verður bætt  við næstu daga.

Categories: Óflokkað