Opna kvennamót GSS 2021

Árlegt kvenmamót var haldið laugardaginn 3. júlí í dásamlegu veðri á Hlíðarendavelli. Á mótinu spiluðu 44 konur víðsvegar af Norðurlandi. Glæsilegt vinningahlaðborð var í boði fyrirtækja í Skagafirði. Í fyrsta sæti var Indíana Auður Ólafsdóttir Golfklúbbi Hamars, í öðru sæti Guðlaug Óskarsdóttir Golfklúbbi Akureyrar og í þriðja sæti var Una Karen Guðmundsdóttir Golfklúbbi Skagafjarðar. Kærar þakkir til allra styrktaraðila og þátttakenda.

Vel heppnað kvennamót

Categories: Óflokkað

Vanur – óvanur

Nýliðanámskeiðinu lauk mánudaginn 5. júlí með frábæru 9 holu vanur/óvanur móti. Það voru 44 nýliðar á námskeiðinu i sumar, sem er nýtt met í sögu klúbbsins og margir af þeim eru mjög áhugasamir. Það voru 36 nýliðar sem tóku þátt í mótinu og annar eins fjöldi af vönum kylfingum sem alltaf eru tilbúnir að taka þátt og fyrir það ber að þakka. Leikfyrirkomulag var Greensome þar sem báðir kylfingar tóku upphafshögg, völdu betri boltann og slógu síðan til skiptis þar til að boltinn var kominn ofan í holuna.

Í 3ja sæti á 47 höggum voru Magnús Thorlacius og Hólmar Birgisson. Jöfn í 1-2 sæti voru Stefán Árnason og Sigríður Elín Þórðardóttir á 45 höggum ásamt þeim Friðriki Hreinssyni og Arnari Geir Hjartarsyni.

Fjölmennasta vanur-óvanur í sögu GSS

Eftir mótið var boðið upp á pitsur og franskar frá Hard wok. Frábær tilþrif sáust í mótinu, gleðin var í fyrirrúmi og bros á hverju andliti í góða veðrinu á Hlíðarendavelli

Categories: Óflokkað

Samningur við Avis

Samningur var undirritaður milli GSS og Avis bílaleigu þann 6. júlí. Avis er einn af samstarfsaðilum GSS og eru veifur á flaggstöngum á flötum merktar Avis. Þar að auki er Avis styrktaraðili á opna Avis mótinu sem verður 24. júlí. Þar verða veglegir vinningar. Samningurinn felur einnig í sér ákvæði um styrk vegna leigu GSS á bílum frá Avis. Samningurinn er til tveggja ára. Samninginn undirrituðu Baldur Sigurðsson frá Avis og Kristján Bjarni fyrir hönd GSS.


Undirritun: Baldur frá Avis og Kristján Bjarni formaður GSS.

Categories: Óflokkað