Laugardaginn 8. september var opna Advania mótið í golfi haldið á Hlíðarendavelli. Mótið var spilað með svokölluðu „Greensome“ fyrirkomulagi. Tveir spila saman og taka báðir upphafshögg og síðan er betra höggið valið og liðsfélagarnir slá annaðhvort högg eftir það. Hluti af forgjöf spilara er síðan dregin frá heildarskori keppenda. 30 þátttakendur voru í mótinu eða 15 pör. Úrslitin urðu þau að í 1. sæti urðu Kristján Bjarni Halldórsson og Magnús Helgason á 71 höggi, í öðru sæti komu Arnar Geir Hjartarson og Elvar Ingi Hjartarson á 72 höggum, í þriðja sætu komu síðan Guðmundur Ragnarsson og Hjörtur Geirmundsson á 73 höggum, í fjórða sæti komu þau Margrét Stefánsdóttir og Haraldur Friðriksson á 74 höggum og í fimmta sæti einnig á 74 höggum urðu Ingileif Oddsdóttir og Sævar Steingrímsson.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir að vera næst holu. Á 3. braut varð Róbert Óttarsson næstur holu en á 6. braut var það Frímann Guðbrandsson.