Bændaglíman á laugardaginn

Hin árlega bændaglíma þar sem leiða saman hesta sína vaskar sveitir bænda. Bændur að þessu sinni verða Klúbbmeistar klúbbsins, þau Arnar Geir Hjartarson og Árný Lilja Jónsdóttir. Þau kjósa sér liðsfélaga og tilkynna hverjir spila saman. Mæting er kl.12:30 á Hlíðarenda og verður ræst út á öllum teigum kl. 13:00. Fyrirkomulag bændaglímu að þessu sinni verður holukeppni með fullri forgjöf. Þátttökugald er 1.500,- Léttar veitingar í mótslok. Allir klúbbmeðlimir hvattir til að mæta. Hægt er að skrá sig hér á golf.is. Mótanefnd hvetur félagsmenn til að skrá sig í tíma til að auðvelda bændunum að velja í lið.

Categories: Óflokkað

Norðurlandsmótaröð barna og unglinga lokið

4. og jafnframt síðasta mótið í  Norðurlandsmótaröð barna-og unglinga í golfi var haldið á Jaðarsvelii á Akureyri sunnudaginn 2. september s.l.  Jafnframt mótinu voru krýndir stigameistarar Norðurlands í hverjum aldursflokki.Golfklúbbur Sauðárkróks eignaðist einn Norðurlandsmeistara en það var Arnar Geir Hjartarson sem sigraði í flokki 17-18 ára.  Kylfingar frá Golfklúbbi Sauðárkróks stóðu sig einnig með ágætum á lokamótinu sjálfu.  Hákon Ingi Rafnsson varð í þriðja sæti í flokki 12 ára og yngri.  Í flokki 14 ára og yngri varð Matthildur Kemp Guðnadóttir í 2. sæti og Elvar Ingi Hjartarson í 3.sæti.  Arnar Geir Hjartarson varð síðan í 2.sæti í flokki 17-18 ára. Þá hlaut Matthildur aukaverðlaun í púttkeppni og Arnar Geir hlaut verðlaun fyrir að vera næstur holu á 18.braut. Heildarúrslit í mótinu er hægt að sjá á www.golf.is og niðurstöðu í heildarstigakeppni sumarsins er að finna á nordurgolf.blog.is.

 

 

Categories: Óflokkað