Aðalfundur 30. nóv

Aðalfundur Golfklúbbs Skagafjarðar (GSS) verður haldinn mánudaginn 30. nóvember kl. 20:00. Vegna samkomutakmarkana verður fundurinn netfundur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Þeir sem ætla að taka þátt í aðalfundi þurfa að skrá sig fyrir 29. nóvember með því að senda tölvupóst á formadur@gss.is. Í tölvupóstinum þarf að koma fram nafn og netfang þátttakanda.

Hér má lesa ársskýrsluna og ársreikning. Einnig er powerpont kynning á skýrslu formanns.

Í ársskýrslunni er tillaga til aðalfundar að gjaldskrá 2021. Tillagan er hér:

Tillaga að meistaramótsreglum

Categories: Félagsstarf

GSS 50 ára

Til hamingju með afmælið kæru félagsmenn Golfklúbbs Skagafjarðar. Þann 9. nóvember árið 1970 boðuðu til fundar þeir félagar Friðrik. J. Friðriksson og Reynir Þorgrímsson, félagar í Rotaryklúbbi Sauðárkróks, til að kanna áhuga á golfíþróttinni á Króknum. Á fundinn mættu ríflega 20 manns sem töldust því til stofnfélaga Golfklúbbs Sauðárkróks.

https://www.feykir.is/is/frettir/golfklubbur-skagafjardar-50-ara-i-dag

Categories: Félagsstarf

Aðalfundur GSS mánudaginn 30. nóvember

Aðalfundur GSS verður haldinn mánudaginn 30. nóvember kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Fundarstaður og fyrirkomulag mun ráðast af reglum um sóttvarnir sem verða í gildi á fundardegi og verður auglýst í tæka tíð.

Hér eru til kynningar tillögur um breytingar á lögum GSS. Tillögurnar verða teknar fyrir á fundinum.

Categories: Félagsstarf