Opna KS mótið

Opna K.S mótið var haldið á Hlíðarendavelli síðastliðinn laugardag, spilað var Texas Scramble liðakeppti. Þátttaka í ár var með besta móti en alls skráðu sig til leiks 22 lið. Sigurvegarar mótsins var Team Orange en liðið var skipað þeim Hildi Hebu Einarsdóttur og Önnu Karen Hjartardóttur. Sigruðu þær nokkuð örugglega á 69 höggum eða 3 höggum undir pari vallarins. Kaupfélag Skagfirðinga sá um að veita verðlaun í mótið og voru veitt verðlaun fyrir fyrstu fimm sætin ásamt einum aukaverðlaunum.

Categories: Mótanefnd

Þórður Rafn með námskeið

Þórður Rafn Gissurarson atvinnukylfingur verður með námskeið fyrir byrjendur og lengra komna helgina 20. – 21. júní.  

Byrjendanámskeið: hentar vel byrjendum og þeim sem vilja rifja upp.  Farið í undirstöðuatriði: sveiflu, pútt, vipp, járnahögg og teighögg. Laugardag og sunnudag kl 13 – 15.  Hámark 6 manns. Verð 15 þúsund.  Skráning: golfkennslatrg@gmail.com

Æfðu eins og atvinnukylfingur: Fyrir þá sem vilja bæta sig og æfa markvisst.  Teighögg, járn og stutta spilið. Meðal annars frammistöðuæfingar sem munu skila sér í betra skori. Laugardag og sunnudag kl 10:00 – 12:30. Hámark 6 manns. Verð 15 þúsund.  Skráning golfkennslatrg@gmail.com

Hópkennsla/einkakennsla:  55 mínútur fyrir 1-4 manns. Hámark 4 manns.  Fös kl 16 – 20, Lau kl 15 – 20, Sun kl 15 og 16. Fast verð fyrir kennslustund óháð fjölda er 10 þúsund. Skráning golfkennslatrg@gmail.com

Takmarkalaust golf

Golf má nú stunda án takmarkana. Hrífur eru í sandgryfjum og taka má flögg úr holum þegar púttað er. Í holli mega mest vera 4 kylfingar. Skrá skal rástíma áður en spilað er.

Categories: Óflokkað