Golfbox leiðbeiningar

Nýtt kerfi, Golfbox, hefur verið tekið í notkun til að halda utan um skráningu rástíma, forgjöf, skráningu í mót og fleira. Allir kylfingar þurfa að stofna nýjan aðgang í Golfbox undir Nýskráning. Hér eru leiðbeiningar um notkun golfbox, m.a um nýskráningu, gleymt lykilorð og fleira: https://golfbox.zendesk.com/hc/is/categories/360002377139-Fyrir-kylfinga
Að lokinni nýskráningu er tilvalið að ná sér í appið í símann: https://golf.is/golfapp/

Categories: Félagsstarf

Dregið úr takmörkunum 4. maí

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í dag næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Breytingarnar taka gildi 4. maí.

Hvað skipulagt íþróttastarf barna varðar þá verður það heimilt utandyra ef ekki eru fleiri en 50 saman í hóp. Þá skal vera að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð á milli þeirra, eftir því sem unnt er, sérstaklega hjá eldri börnum.

Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með þeim takmörkunum að ekki mega fleiri en fjórir æfa eða leika saman, snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga. Þá skal notkun á sameiginlegum búnaði haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar.

Útfærsla fyrir golf verður kynnt bráðlega en gleðifregnirnar eru þær að allt stefnir í að unnt verði að stunda golf með nokkuð eðlilegum hætti í sumar.