Meistaramót GSS 2019

Arnar Geir Hjartarson (295 högg) og Árný Lilja Árnadóttir (324 högg) urðu klúbbmeistarar á meistaramóti GSS sem fór fram að Hlíðarenda dagana 10. – 13. júlí.  Þátttakendur voru 38 talsins og nutu þeir sín vel í góðu veðri á vellinum sem er í toppstandi.  Spilaðir voru 4 hringir, nema í byrjendaflokki og öldungaflokki þar sem spilaðir voru 3 hringir.   Að loknu móti var verðlaunaafhending og lokahóf í skála þar sem Kaffi Krókur sá um veitingarnar.  Úrstlit mótsins má sjá inn á golf.is

Categories: Óflokkað

Opna kvennamót GSS

Opna kvennamót GSS fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 29. júní. Þátttakendur voru 55 konur úr ýmsum golfklúbbum. Sigurvegari var Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir (GSS) með 43 punkta. Í öðru sæti var Anna Karen Hjartardóttir (GSS) með 43 punkta og í þriðja sæti var Hildur Heba Einarsdóttir (GSS) með 41 punkt. Engin fór tómhent heim, þökk sé frábærum stuðningi fjölmargra fyrirtækja. Það er gaman að geta tekið á móti svona flottum hópi, það er góð kynning á Hlíðarendavelli og úrvals kynning fyrir Skagafjörð.

Categories: Félagsstarf

Úrslit í Opna Nýprent barna- og unglingamótinu

Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni fór fram á Hlíðarendavelli 23. júní. Keppendur voru 57 víða af Norðurlandi. Nýprent meistarar að þessu sinni urðu þau Sara Sigurbjörnsdóttir GFB (88 högg) og Lárus Ingi Antonsson GA (76 högg) en þann titil hljóta þeir kylfingar sem leika 18 holur á fæstum höggum. Nándarverðlaun voru á 6/15 braut og vippkeppni fyrir alla keppendur að leik loknum.

Sigurvegarar í flokkakeppni voru eftirfarandi:

18-25 ára drengir:

  1. Arnar Geir hjartarson GSS, 77 högg
  2. Hákon Ingi Rafnsson GSS, 90 högg
  3. Gunnar Aðalgeir Arason GA, 91 högg

18-25 ára stúlkur:

  1. Telma Ösp Einarsdóttir GSS, 98 högg

15-17 ára drengir:

  1. Lárus Ingi Antonsson GA, 76 högg
  2. Mikael Máni Sigurðsson GA, 78 högg
  3. Patrik Róbertsson GA, 89 högg

15-17 ára stúlkur:

  1. Sara Sigurbjörnsdóttir GFB, 88 högg
  2. Hildur Heba Einarsdóttir GSS, 94 högg
  3. Guðrún María Aðalsteinsdóttir GA, 108 högg

14 ára og yngri drengir:

  1. Veigar Heiðarsson GA, 82 högg
  2. Snævar Bjarki Davíðsson GA, 90 högg
  3. Alexander Franz Þórðarson GSS, 101 högg

14 ára og yngri stúlkur:

  1. Anna Karen Hjartardóttir GSS, 95 högg
  2. Kara Líf Antonsdóttir GA, 98 högg
  3. Una Karen Guðmundsdóttir GSS, 107 högg

12 ára og yngri drengir:

  1. Axel Arnarsson GSS, 59 högg
  2. Unnar Marinó Friðriksson GHD, 60 högg
  3. Bjartmar Dagur Þórðarson GSS, 65 högg

12 ára og yngri stúlkur:

  1. Auður Bergrún Snorradóttir GA, 47 högg
  2. Birna Rut Snorradóttir GA, 50 högg
  3. Bryndís Eva Ágústsdóttir GA, 56 högg

Einnig var keppt í byrjendaflokki þar sem allir fengu verðlaun en ekki var raðað í sæti.

Næsta mót í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni verður haldið á Dalvík sunnudaginn 7. júlí.

Categories: Börn og unglingar