Arnar Geir og félagar sigruðu deildarkeppnina

Arnar Geir Hjartarson og félagar hans í Missouri Valley College spiluðu dagana 29.apríl – 1.maí á Heart of America Championship mótinu. Leikið var á Porto Cima vellinum á Sunrice Beach í Missouri. Glæsilegur völlur sem hannaður er af Jack Nicklaus.
Þeir léku hringina þrjá á 901 höggi (315-289-297) eða 37 yfir pari. Eftir erfiðan fyrsta hring þar sem þeir voru í 5.sæti þá léku þeir frábært golf hina dagana og sigruðu með 13 högga mun.
Arnar Geir endaði í 8.sæti í einstaklingskeppninni á 228 höggum(82-72-74) og var valinn í úrvalslið deildarinnar. Þetta er í fyrsta skipti í sögu skólans sem liðið vinnur deildarmeistaratitil í golfi. Liðið er mjög alþjóðlegt og auk Arnars er einn frá Spáni, einn frá Tékklandi, einn frá Skotlandi og einn frá Englandi.
Hægt er að sjá lokaúrslitin hér:

http://results.golfstat.com/public/leaderboards/gsnav.cfm?pg=participants&tid=18105&fbclid=IwAR17wXBjO_Cz-5n2H-FeXKcrHgwZXRAYigar3frrYgdktOzMqhdapW-h2ic

Categories: Afreksstarf

Arnar Geir í 7.sæti í Indiana

Arnar Geir og félagar í Missouri Valley College spiluðu í Indiana á Purgatory Intercolligate mótinu í Noblesville 29.mars s.l. Upphaflega átti mótið að vera 2 dagar en vegna veðurs þá var seinni dagurinn felldur niður. 18 lið tóku þátt og 97 einstaklingar spiluðu. Arnar Geir spilaði flott golf og var á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og endaði í 7. sæti í einstaklingskeppninni og var með besta skor í sínu liði. Liðið endaði síðan í 3.sæti í mótinu.

Hérna má sá úrslitin í einstaklingskeppninni.

Categories: Afreksstarf

Arnar Geir og félagar enn á sigurbraut

Þriðja mótinu hjá Arnari Geir og félögum í Missouri Valley College lauk í gær. MVC Spring Invitational mótið var haldið á þeirra heimavelli, Indian Foothills Golf Course, Marshall, Missouri, 25-26 mars. Leiknar voru 36 holur og lönduðu þeir sigri á 569 höggum samtals. Hér má sjá úrslitin í liðakepnninni.

7 lið tóku þátt í keppninni og samtals 38 einstaklingar

Arnar Geir spilaði á 146 höggum (75-71) eða á +2 og endaði í 9.sæti í einstaklingskeppninni. Heildarúrslit í einstaklingskeppninni má sjá hér.

Næst halda þeir til Indiana þar sem þeir leika 29-30 mars.

Categories: Afreksstarf