Arnar Geir og félagar sigruðu deildarkeppnina
Arnar Geir Hjartarson og félagar hans í Missouri Valley College spiluðu dagana 29.apríl – 1.maí á Heart of America Championship mótinu. Leikið var á Porto Cima vellinum á Sunrice Beach í Missouri. Glæsilegur völlur sem hannaður er af Jack Nicklaus.
Þeir léku hringina þrjá á 901 höggi (315-289-297) eða 37 yfir pari. Eftir erfiðan fyrsta hring þar sem þeir voru í 5.sæti þá léku þeir frábært golf hina dagana og sigruðu með 13 högga mun.
Arnar Geir endaði í 8.sæti í einstaklingskeppninni á 228 höggum(82-72-74) og var valinn í úrvalslið deildarinnar. Þetta er í fyrsta skipti í sögu skólans sem liðið vinnur deildarmeistaratitil í golfi. Liðið er mjög alþjóðlegt og auk Arnars er einn frá Spáni, einn frá Tékklandi, einn frá Skotlandi og einn frá Englandi.
Hægt er að sjá lokaúrslitin hér: