Lokahóf barna- og unglingastarfs GSS 2017

Lokahóf barna- og unglingastarfs GSS var haldið í dag að Hlíðarenda.
Vel var mætt af börnum og foreldrum sem spiluðu bingó og gæddu sér á veitingum, auk þess sem viðurkenningar voru veittar fyrir sumarið.
Mestar framfarir yngri en 12 ára hlutu Alexander Franz Þórðarson og Rebekka Helena Róbertsdóttir. Mestar framfarir 12 ára og eldri hlutu Arnar Freyr Guðmundsson og Hildur Heba Einarsdóttir.  Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjal og glaðning frá VÍS.

Við þökkum öllum fyrir komuna og Sauðárkróksbakarí og VÍS fyrir stuðninginn

nn.

Categories: Óflokkað

Anna Karen og Hákon Ingi Norðurlandsmeistarar

Það var flottur hópur frá GSS sem tók þátt í lokamóti Norðurlandsmótaraðarinnar sem fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri fyrr í dag. Það voru þau Alexander Franz Þórðarson, Anna Karen Hjartardóttir, Bjartmar Dagur Þórðarson, Bogi Sigurbjörnsson, Dagbjört Sísí Einarsdóttir, Hákon Ingi Rafnsson og Hildur Heba Einarsdóttir. Keppendur fengu alveg frábært veður eins og á fyrri mótum sumarsins á Sauðárkróki, Dalvík og Ólafsfirði. Keppendur GSS stóðu sig með mikilli prýði að venju en þau sem unnu til verðlauna að þessu sinni voru Alexander Franz sem varð í 3.sæti í flokka 12 ára og yngri, Anna Karen sigraði í flokki 14 ára og yngri og Hákon Ingi varð í 2. sæti í flokki 15-17 ára. Þá fengu þau Bjartmar og Dagbjört Sísí viðurkenningu eins og aðrir þátttakendur í byrjendaflokki.

Þá voru einnig veitt verðlaun í heildarstigakeppni Norðurlandsmótaraðarinnar. Þar sigraði Anna Karen í flokki 14 ára og yngri og Hákon Ingi í flokki 15-17 ára.

Fleiri myndir frá verðlaunaafhendingu er að finna á facebook síðu Golfklúbbs Sauðárkróks og einnig á facebook síðu Norðurlandsmótaraðarinnar.

Keppendur GSS á lokamóti Norðurlandsmótaraðarinnar 2017 á Akureyri
Hákon Ingi og Anna Karen Norðurlandsmeistarar 2017

 

Categories: Óflokkað

Úrslit í Opna Advania mótinu

Opna Advania mótið var haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 2.september. Spilaður var betri bolti – punktakeppni – og 10 lið voru skráð til leiks. Tveir og tveir skráðu sig saman og gilti betra skor á holu. Keppendur fengu 7/8 af leikforgjöf. Duglega rigndi á keppendur meginhluta mótsins en að sama skapi dró úr vindinum og hlýtt var í veðri.

Úrslitin urðu þessi:

  1. Aceno1and2 – Magnús Gunnarsson og Ásmundur Baldvinsson GSS – 45 punktar
  2. Á1 – Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir og Björn Sigurðsson GSS – 39 punktar
  3. Tiger & Zipper – Ingvi Þór Óskarsson og Hjörtur Geirmundsson GSS – 37 punktar
  4. E8 – Herdís Sæmundardóttir og Guðmundur Ragnarsson GSS – 37 punktar
  5. Krítverjar – Gróa María Einarsdóttir og Guðmundur R. Sigurðsson Kemp GÓS – 36 punktar

Aukaverðlaun:

Næst holu á 6/15 holu – Rafn Ingi Rafnsson GSS – 4,50m

Næst holu á 9/18 holu eftir 2 högg Hákon Ingi Rafnsson GSS – 2,17m

 

Categories: Óflokkað