Meistaramóti GSS lokið

Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið 12.-.15.júlí s.l.

Keppt var í nokkrum flokkum og var þátttaka með ágætum í flestum þeirra. Mikil baraátta var í nokkrum flokkanna og réðust ekki úrslit fyrr en á lokah0lunum. Í flestum flokkum voru leiknar 72 holur á þessum fjórum dögum.

Veðrið lék við keppendur alla dagana þrátt fyrir stöku rigningarskúra og skarðagolan hélt sig algjörlega til hlés að þessu sinni. Hlíðarendavöllur er í sína besta standi frá upphafi og ástæða til að hvetja fólk til að skella sér á völlinn.

Lokahóf meistaramóts var síðan haldið í Golfskálanum laugardagskvöldið 15.júlí.

Klúbbmeistarar GSS að þessu sinni urðu þau Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson.

Önnur úrslit urðu sem hér segir:

Meistaraflokkur kvenna:
1. Árný Lilja Árnadóttir 334 högg
2. Sigríður Elín Þórðardóttir 358 högg
3. Dagbjört Hermundsdóttir 386 högg
1.flokkur kvenna
1. Hildur Heba Einarsdóttir 377 högg
2. Aldís Hilmarsdóttir 464 högg
Meistaraflokkur karla:
1. Arnar Geir Hjartarson 297 högg
2. Elvar Ingi Hjartarson 313 högg
3. Ingvi Þór Óskarsson 333 högg
1.flokkur karla:
1. Magnús Gunnar Gunnarsson 339 högg
2. Atli Freyr Rafnsson 340 högg
3. Hjörtur Geirmundsson 345 högg
2.flokkur karla:
1. Ásmundur Baldvinsson 362 högg
2. Guðmundur Gunnarsson 363 högg
3. Friðjón Bjarnason 367 högg
3.flokkur karla:
1. Guðni Kristjánsson 392 högg
2. Þórður Ingi Pálmarsson 396 högg
3. Arnar Freyr Guðmundsson 410 högg
Hágæðaflokkur * léku 27 holur
1. Herdís Ásu Sæmundardóttir 158 högg
2. Hafdís Skarphéðinsdóttir 174 högg
3. Kristbjörg Kemp 181 högg

Fleiri myndir er að finna á facebook síðu Golfklúbbsins

 

Categories: Óflokkað

Úrslit í Nýprent mótinu – 1.mótið í Norðurlandsmótaröðinni

Nýprent Open, barna og unglingamótið var haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki sunnudaginn 25.júní. Veðrið var ljómandi gott eins og alltaf þegar þetta mót fer fram, sólskin og norðanáttin var hin rólegasta. Þetta er í 10. skiptið sem þetta mót er haldið á Sauðárkróki og hefur Nýprent ávallt verið aðalstyrktaraðili mótsins. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga sem hefur verið haldin síðan árið 2009. Nýprent meistarar að þessu sinni urðu þau Telma Ösp Einarsdóttir GSS ( 93 högg ) og Elvar Ingi Hjartarson GSS (78 högg ) en þann titil hljóta þeir kylfingar sem leika á fæstum höggum 18 holur. Keppt er í mörgum flokkum, alveg frá byrjendaflokkum og upp í 18-21 árs. Einnig eru veitt aukaverðlaun fyrir að vera næst holu á 6/15 braut og þá er einnig vippkeppni fyrir alla keppendur að loknum golfhringnum.

Allir keppendur í byrjendaflokki fengu síðan sérstaka viðurkenningu

Öll úrslit er að finna á www.golf.is en verðlaunasætin hlutu þessi:

Telma Ösp og Elvar Ingi

Höggleikur

12 ára og yngri stúlkur:

 

  1. Kara Líf Antonsdóttir GA (63 högg)
  2. Una Karen Guðmundsdóttir GSS (67 högg)
  3. María Rut Gunnlaugsdóttir GM (81 högg)

12 ára og yngri drengir:

  1. Árni Stefán Friðriksson GHD (49 högg)
  2. Einar Ingi Óskarsson GFB (53 högg)
  3. Alexander Franz Þórðarson GSS (61 högg)

14 ára og yngri stúlkur:

  1. Anna Karen Hjartardóttir GSS (105 högg)
  2. Sara Sigurbjörnsdóttir GFB (114 högg)
  3. Guðrún María Aðalsteinsdóttir GA (123 högg)

14 ára og yngri drengir:

  1. Óskar Páll Valsson GA (80 högg, vann eftir einvigi)
  2. Mikael Máni Sigurðsson GA (80 högg)
  3. Patrik Róbertsson GA (90 högg)

15-17 ára stúlkur:

  1. Telma Ösp Einarsdóttir GSS (93 högg)
  2. Hildur Heba Einarsdóttir GSS (106 högg)

15-17 ára drengir:

  1. Hákon Ingi Rafnsson GSS (83 högg, vann eftir einvígi)
  2. Lárus Ingi Antonsson GA (83 högg)
  3. Brimar Jörvi Guðmundsson GA (89 högg)

18-21 ára drengir:

  1. Elvar Ingi Hjartarson GSS (78 högg, vann eftir einvígi)
  2. Stefán Einar Sigmundsson GA (78 högg)
  3. Atli Freyr Rafnsson GSS (87 högg)

Forgjafarverðlaun

9 holu flokkar (byrjendur og 12 ára og yngri)

  1. Árni Stefán Friðriksson GHD 23 punktar
  2. Einar Ingi Óskarsson GFB 18 punktar

18 holu flokkar (14 ára og yngri, 15-17 ára og 18-21 ára)

  1. Bogi Sigurbjörnsson GSS 40 punktar
  2. Elvar Ingi Hjartarson GSS 39 punktar
  3. Óskar Páll Valsson GA 39 punktar

Nýprent meistarar 2017 (fæst högg á 18 holum)

Stúlkna: Telma Ösp Einarsdóttir (93 högg)

Drengja: Elvar Ingi Hjartarson (78 högg)

Verðlaun fyrir vipp

18-21 ára Stefán Einar Sigmundsson

15-17 ára Lárus Ingi Antonsson

14 ára og yngri Patrik Róbertsson

12 ára og yngri Kara Líf Antonsdóttir

Byrjendaflokkur Haukur Rúnarsson, Heimir Örn Karolínuson og Barri Björgvinsson

Nándarverðlaun 6/15 holu

18-21 ára Elvar Ingi Hjartarson 8m

15-17 ára Lárus Ingi Antonsson 6,73 m

14 ára og yngri Óskar Páll Valsson 5,2 m

12 ára og yngri Alexander Franz Þórðarson 12,8 m

Byrjendaflokkur Heimir Örn Karólínuson 5,11 m

Fjölmargar myndir frá mótinu er að finna á Facebook síðunni „Golfmyndir GSS“

Categories: Óflokkað

Þekktur golfkennari að koma á Hlíðarenda

Í samstarfi við nokkra aðila innan golfhreyfingarinnar á Norðurlandi hefur verið ákveðið að John Garner mun koma á Sauðárkrók í nokkrar heimsóknir í sumar, sú fyrsta á þriðjudag og miðvikudag í þessari viku.

John R. Garner er fæddur 9. janúar 1947 í Englandi en býr núna í Taranaki á Nýja Sjálandi þar sem hann starfar við golfkennslu. John Garner er fyrrum atvinnumaður í golfi en hann gerðist ungur atvinnumaður eða 16 ára. Hann vann eitt mót á Evróputúrnum á sínum ferli (British Match Play Champion 1972) og síðan á Evróputúr öldunga (Senior Tournament Champions of Champions 1999). Garner tók þátt í Ryder Cup keppninni árin 1971 og 1973 fyrir hönd Evrópu. Einn besti árangur Garners var árið 1974 þegar hann lenti í 11. sæti á Opna Breska meistaramótinu en það ár vann Gary Player mótið í þriðja skiptið.
Garner er heiðursfélagi í bresku PGA samtökunum og Nýsjálendingar kalla hann stutta-spils gúrú. Garner hefur verið landsliðsþjálfari í gegnum tíðina og var til að mynda fyrsti landsliðsþjálfari Írlands árið 1983 og þjálfaði þar Darren Clarke PGA atvinnukylfing sem vann Opna Breska árið 2011. Garner þjálfaði íslenska landsliðið í golfi frá árunum 1989-1996 og flutti síðan til Íslands 2001-2002 og kvæntist íslenskri konu, Svölu, árið 2004.

Garner hefur þjálfað golf í langan tíma við góðan orðstír og er hvalreki fyrir hvaða golfklúbb sem er.  Við hvetjum alla til að nýta sér þetta einstaka tækifæri.  Nánari upplýsingar hjá Árnýju (s.8499420, arnyl@simnet.is).

John Garner
Master PGA Professional
Verðskrá:
Einstaklingar 40 mín. – 8.000kr.
Hjón / pör 1 Klst. – 12.000kr.
Hóptími 4-6 manns, 1 ½ klst. – 5.000kr. á mann

Former National Coach to Iceland, Wales, English Ladies and Ireland
Ryder Cup Team 1971, 1973 British Match Play Champion 1972
Senior Tournament Champions of Champions 1999
Honorary Member of the PGA
Status of Master Professional of the PGA 2012

Categories: Óflokkað