Nýprent Open barna- og unglingamótið 25. júní

Minnum á Nýprent Open, barna- og unglingamót GSS sem er fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröðinni.

Mótið er aldursskipt; 12 ára og yngri, 14 ára og yngri, 15-17 ára og 18-21 árs, auk byrjendaflokks sem er ekki aldursskiptur. Í lokin eru grillaðar pylsur fyrir alla, keppendur og aðstoðarmenn. Eldri hóparnir hefja leik kl. 9 en 12 ára og yngri og byrjendur eftir hádegi.
Við hvetjum alla krakka sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu, að ráðfæra sig við þjálfara og skrá sig, annað hvort á golf.is eða á skráningarblaði sem hangir uppi í skála. Keppendur fá teiggjöf í byrjun móts, veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sæti í aldursflokkum en allir keppendur í byrjendaflokki fá þátttökuverðlaun.

Unglinganefndin.

Categories: Óflokkað

Kaffi Krókur númer 3 í dag

Kaffi Króks mótaröðin er komin á fullt og í dag miðvikudag  er mót númer 3 í röðinni.

Skráning á rástíma er frá kl.15 og er hún samkvæmt venju á www.golf.is

Categories: Óflokkað

Úrslit í opna Friðriksmótinu

Opna minningarmót Friðriks J. Friðrikssonar var haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 10.júní s.l.

Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur með forgjöf í einum opnum flokki.

Keppendur komu víðsvegar að landinu og öttu kappi í ljómandi góðu veðri á frábærum Hlíðarendavelli sem skartaði sínu fegursta.

Veitt voru verðlaun fyrir 6 efstu sætin og einnig voru veitt nándarverðlaun fyrir að vera næst holu á 6/15 holu eftir upphafshögg og einnig næst holu á 9/18 í öðru höggi.

Arnar Geir Hjartarson var sigurvegari dagsins en hann sigraði í mótinu sjálfu og fór einnig heim með bæði nándarverðlaunin.

Þeir sem unnu til verðlauna voru þessi:

Nettó
1 Arnar Geir Hjartarson GSS 70
2 Jón Jóhannsson GÓS 71
3 Árný Lilja Árnadóttir GSS 71
4 Hjörtur Geirmundsson GSS 72
5 Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 74
6 Bergur Rúnar Björnsson GFB 75

Heildarúrslit mótsins er að finna á www.golf.is

Categories: Óflokkað