1.mótið í Hard Wok mótaröðinni 6.júní
1.háforgjafarmótið í Hard Wok mótaröðinni byrjar á morgun þriðjudaginn 6.júní.
Mótið hefst kl. 17 og eru allir ræstir út um það leyti.
Skráning á golf.is
1.háforgjafarmótið í Hard Wok mótaröðinni byrjar á morgun þriðjudaginn 6.júní.
Mótið hefst kl. 17 og eru allir ræstir út um það leyti.
Skráning á golf.is
Fyrsta opna mót sumarsins var haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 3.júní – Opna KS mótið.
Rjómablíða var nánast allan tímann og völlurinn hefur aldrei verið eins góður í byrjun golfvertíðar og núna í ár. Leikið var með Texas Scramble fyrirkomulagi og voru 18 lið skráð til leiks eða samtals 36 kylfingar. Keppnin var hörð og spennandi en að lokum stóðu feðgarnir Elvar Ingi Hjartarson og Hjörtur Geirmundsson uppi sem sigurvegarar. Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin og Kaupfélag Skagfirðinga gaf verðlaunin í þetta mót eins og mörg undangengin ár. Þá voru einnig veitt nándarverðlaun fyrir að vera næstur holu á 3/12. braut og þau hlaut Hákon Ingi Rafnsson. Verðlaun fyrir að vera næstu holu á 6/15.braut hlaut Arnar Geir Hjartarson.
5 efstu sætin voru eftirfarandi:
Keppendur | Brúttó | Nettó | |
1. | Elvar Ingi Hjartarson og Hjörtur Geirmundsson | 66 | 62 |
2. | Þröstur Kárason og Hlynur Freyr Einarsson | 68 | 62 |
3. | Arnar Geir Hjartarson og Ingvi Þór Óskarsson | 66 | 64 |
4. | Þorbergur Ólafsson og Brynjar Örn Guðmundss. | 70 | 65 |
5. | Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson | 70 | 65 |
Leikfyrirkomulagið er Texas scramble
Leikfyrirkomulag er Texas scramble. Leikforgjöf er fundin með að leggja saman leikforgjöf liðsfélaga og deila með 5. en leikforgjöf liðs getur aldrei orðið hærri en leikforgjöf forgjafarlægri kylfings.
Verði tvö eða fleiri lið jöfn eftir 18 holur ræður besta skor á síðustu níu holum (10.-18. braut). Ef enn er jafnt ræður besta skor á síðustu sex brautum (13.-18. braut), ef enn er jafnt ræður besta skor á þremur síðustu brautum (16.-18.braut). Ef enn er jafnt ræður hlutkesti.
Skráning á skortkort: Lið sem byrjar á 9. braut spilar næst 10, síðan 11. braut og síðan koll af kolli og endar hringinn á 8. braut.
Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.
Veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin auk nándarverðlauna.
Mótsstjórn: Andri Þór Árnason og Gunnar Sandholt sími 8975487.
Skráning á golf.is og í golfskála í síma 453-5075