Fræðslufundur

Almennur fræðslufundur verður haldinn í golfskálanum að Hlíðarenda mánudaginn 30. maí kl. 20:00

Í fyrra fór Jón Þorsteinn golfkennari yfir helstu krafta golfsveiflunnar.  Nú verður farið yfir helstu mistök sem hinn almenni kylfingur gerir í golfsveiflunni.  Frjálsar umræður og spurningum svarað.  Fróðlegar upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á golfleiknum

Endilega látið berast og takið með ykkur gesti.  Kaffi á könnunni.

Categories: Óflokkað

Fjölskyldudagur að Hlíðarenda

Fjölskyldudagur verður haldinn í golfskálanum að Hlíðarenda á sunnudaginn 29. maí kl: 14:00.
Golfþrautir og skemmtun, vöfflur og kaffi.
Skiptimarkaður á golfbúnaði.
Þeir sem vilja vera með á markaðnum eru beðnir um að mæta tímanlega með vörur á markaðinn.

Allir velkomnir – endilega látið berast.

Categories: Óflokkað

Sumaræfingar að hefjast

Sumaræfingarnar er að byrja!

Jón Þorsteinn golfkennari kemur á mánudaginn næsta (23.5.) og þá byrja golfæfingar sumarsins.
Fyrsta æfing fyrir börn og unglinga klukkan 15:00.
Mæting er á golfvellinum og viljum við hvetja alla að vera klædda eftir veðri

Endilega látið berast.

Categories: Óflokkað