Íþróttamaður Skagafjarðar 2015 útnefndur

Í dag var íþróttamaður Skagafjarðar útnefndur í hófi á vegum UMSS í húsi frítímans á Sauðárkróki.
Tilnefningar voru frá öllum aðildarfélögum UMSS og einnig fengu ungir og efnilegir íþróttamenn viðurkenningar.
Frá Golfklúbbi Sauðárkróks fengu Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson viðurkenningar í flokki ungra og efnilegra íþróttamanna.
Arnar Geir Hjartarson var tilnefndur í kjöri íþróttamanns Skagafjarðar fyrir árið 2015.
Þá fékk karlasveit Golfklúbbsins viðurkenningu í flokknum lið ársins og Jón Þorsteinn Hjartarson PGA golfkennari fékk viðurkenningu í flokknum þjálfari ársins.
Íþróttamaður Skagafjarðar árið 2015 var kjörin Þóranna Sigurjónsdóttir frjálsíþróttkona úr Tindastóli og óskar Golfklúbbur Sauðárkróks henni hjartanlega til hamingju með titilinn sem hún er sannarlega vel að komin.
2015-12-27 17.30.57
Meðfylgjandi mynd er af Arnari Geir og Telmu Ösp með sínar viðurkenningar

Categories: Óflokkað

Ertu að leita að jólagjöf ?

Ertu að leita að jólagjöf? Hvernig væri að gefa hringi á Hlíðarendavelli í sumar.
Hægt er að kaupa gjafabréf hjá gjaldkera GSS með því að hafa samband í síma 867-8998 eða á netfangið gjaldkeri@gss.is

Categories: Óflokkað

Golfkennsla

Ágætu kylfingar,

Óli Barðdal PGA kennari verður á Króknum um jólin og býður upp á golfkennlsu frá 13. desember til 2.janúar í inniaðstöðu Golfklúbbsins við Borgarflöt.

Óli hefur tekið með sé Flightscope og videogreiningartæki.

FlightScope er nýjasti „launch monitorinn“ og jafnframt sá fullkomnasti í dag. FlightSchope notar radar til að mæla nákvæmar upplýsingar um kylfuhausinn, sveifluna og boltaflugið.  FlightScope Elite mælir alls 24 mismunandi atriði.  FlightScope var fyrsta tækið á markaðnum með upplýsingar um boltaflug og boltaspuna með radar. FlightSchope er notað af fyrirtækjum eins og Ping, TaylorMade, Cobra, Callaway, Nike, Wilson o.fl. og hefur verið notað í fjölda stórmóta og í „long drive“ keppnum. Fyrst var FlightScope notað í sjónvarpi árið 2004 í Battle of the Bridges mótinu. Þar vakti tækið  mikla athygli þar sem fram komu upplýsingar um höggin hjá m.a. Tiger Woods og John Daly.

Verð;

30 min.  3500 kr.

60 min.  5000 kr.

 

Óli Barðdal tekur við tímapöntunum í síma 845 3401.

Golfkennsla des 2015

Categories: Óflokkað