3.móti í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga lokið

3. móti Norðurlandsmótaröð barna og unglinga var haldið á Ólafsfirði sunnudaginn 26.júlí s.l. Að venju sendi GSS keppendur á mótið og var árangur þeirra sem hér segir. Í byrjendaflokki sigraði Gísli Kristjánsson og stúlknaflokki varð Rebekka Helena B. Róbertsdóttir í 3.sæti og María Rut Gunnlaugsdóttir í 4.sæti. Í flokki 12 ára og yngri varð Bogi Sigurbjörnson í 5.sæti og Reynir Bjarkan B. Róbertsson í 6.sæti. Þá varð Anna Karen Hjartardóttir í 2.sæti í sama flokki. Í flokki 14 ára og yngri varð Hákon Ingi Rafnsson í 3.sæti og í sama flokki sigraði Marianna Ulriksen og Hildur Heba Einarsdóttir varð í 4.sæti. Í flokki 15-16 ára varð Telma Ösp Einarsdóttir í 2.sæti. í flokki 17-21 árs varð síðan Elvar Ingi Hjartarson í 4.sæti. Lokamótið verður síðan haldið á Akureyri laugardaginn 5.september. Búið er að uppfæra stöðuna í stigagjöfinni til Norðurlandsmeistara í öllum flokkum inni á heimasíðu mótaraðarinna nordurgolf.blog.is.

Categories: Óflokkað

Meistaramóti barna og unglinga lokið

Meistaramót barna og unglinga GSS var haldið dagana 13. og  14. júlí s.l. Keppt var í 6 flokkum og voru keppendur samtals 12. Það gustaði svo sannarlega um keppendur þessa daga og fyrri daginn rigndi líka hressilega en þau létu það ekki á sig fá og stóðu sig með miklum ágætum. Það voru því 40 þáttakendur í báðum Meistaramótum GSS þetta árið.Hluti verðlaunahafa í Meistaramóti barna og unglinga GSS

Meðfylgjandi er mynd af hluta keppenda við verðlaunaafhendinguna.

Allar myndir frá verðlaunaafhendingunni má sjá á facebook síðunni Golfmyndir GSS

Úrslitin urðu þessi:

1 flokkur stelpur 2 x 18 holur – rauðir teigar
1. Marianna Ulriksen 213 högg
2. Telma Ösp Einarsdóttir 227 högg
3. Hildur Heba Einarsdóttir 242 högg
1 flokkur strákar 2 x 18 holur – gulir teigar
1. Hákon Ingi Rafnsson 170 högg
2 flokkur stelpur 2 x 18 holur – rauðir teigar
1. Anna Karen Hjartardóttir 254 högg
2 flokkur strákar 3 x 9 holur – rauðir teigar
1. Bogi Sigurbjörnsson 200 högg
2. Reynir Bjarkan B. Róbertsson 225 högg
3 flokkur stelpur 2 x 9 holur – gullteigar
1. Rebekka Helena B. Róbertsdóttir 141 högg
2. María Rut Gunnlaugsdóttir 161 högg
3 flokkur strákar 2 x 9 holur – gullteigar
1. Davíð Jónsson 114 högg
2. Brynjar Már Guðmundsson 126 högg
3. Gísli Kristjánsson 138 högg

Categories: Óflokkað

Úrslit í Opna Hlíðarkaupsmótinu 18. júní.

Hliðarkaup 2015

 

 

 

 

 

 

Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin auk nándarverðlauna á par þrjú holum.

Í efstu sætum voru:

1. Arnar Geir Hjartarson GSS  – 39 punktar.

2. Hákon Ingi Rafnsson GSS – 38 punktar.

3. Bergur Rúnar Björnsson GÓ -38 punktar.

4. Gunnar Þór Gestsson GSS – 38 punktar.

5. Árný Lilja Árnadóttir GSS – 37 punktar.

Ásgeir Björgvin Einarsson  var næstur holu á 3/12 braut, 16 cm og Hákon Ingi Rafnsson á 6/15 braut, 4,87 m.  Nánari upplýsingar um úrslit er á www.golf.is

 

 

 

Categories: Óflokkað