Opinn dagur á Hlíðarenda 4.júní

Barna og unglinganefnd GSS stendur fyrir opnum degi á Hlíðarenda fimmtudaginn 4.júní kl.17:30.

Við ætlum bara að hittast og fara yfir starfið í sumar, golfskólann og fleira. Golfkennarinn okkar Jón Þorsteinn Hjartarson verður á svæðinu og við ætlum að fara í létta golfleiki þar sem bæði börn og fullorðnir geta tekið þátt.

Léttar veitingar verða í boði.

Allir velkomnir.

Categories: Óflokkað

Fyrsta Ólafshúsmótið 10. júní.

Fyrsta mótið í Ólafshússmótaröðinni verður miðvikudaginn 10. júní.  Vakin er athygli á því að annað mótið fer fram þriðjudaginn 16. júní.

Keppendur sem ætla að vera  með í holukeppninni eru vinsamlega beðnir um að skrá sig sem fyrst á golf.is. Keppendur verða dregnir saman miðvikudagskvöldið 10. júní klukkan 21:00. Fyrstu umferð á að vera lokið eigi síðar en 1. júlí. Þátttökugald kr. 2000 og greiðist áður en leikmenn hefja leik í fyrstu umferð.

Categories: Óflokkað

Skráning í golfskólann hafin

Jón-Hjartar07-09

Golfklúbbur Sauðárkróks starfrækir golfskóla í sumar eins og undanfarin ár.

Hann hefst mánudaginn 8.júní. Kynningarfundur og opinn dagur á Hlíðarenda, svæði golfklúbbsins, verður fimmtudaginn 4.júní kl.17:30 og viljum við hvetja alla foreldra iðkenda, klúbbfélaga, ásamt öðrum áhugasömum að mæta.

Dagskráin verður þannig að 11 ára og yngri verða kl.10-12 mánudaga til fimmtudaga og 12 ára og eldri fram til kl.15 mánudaga til fimmtudaga.

Þjálfari okkar þetta sumarið verður Jón Þorsteinn Hjartarson PGA golfkennari. Síminn hjá Jóni er 6181700

Hægt er að skrá iðkendur í golfskólann með því að senda tölvupóst á hjortur@fjolnet.is

Nánari upplýsingar um golfskólann er að finna í meðf. skjali

Golfskólaupplýsingar 2015

 

Categories: Óflokkað