Aðalfundir framundan

Aðalfundur GSS Golfhermis verður haldinn mánudaginn 8. desember 2014 kl. 17.00, að Hlíðarenda

Venjuleg aðalfundarstörf

Daginn eftir eða þriðjudaginn 9.desember 2014 kl.20:00 verður síðan aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks haldinn að Hlíðarenda.

Hvetjum sem flesta til að gefa kost á sér í nefndir og/eða bjóða sig fram í stjórn klúbbsins.

Samkvæmt lögum GSS þá skal kjósa á næsta aðalfundi formann, gjaldkera, formann mótanefndar og formann vallarnefndar og er öllum frjálst að bjóða sig fram í þessi störf.

Hvetjum við félagsmenn til að bjóða sig fram til nefndastarfa, til þess þarf ekki að hafa verið í golfi um lengri tíma heldur geta allir tekið þátt í starfi klúbbsins – vanir/óvanir, ungir/aldnir, konur eða karlar.

Dagskrá aðalfundar:

 

  1. Skýrsla stjórnar og nefnda
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
  3. Lagabreytingar.
  4. Kosning stjórnar og varamanna.
  5. Kosning í aðrar nefndir samanber 9.gr.
  6. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og tveir til vara.
  7. Kosning fulltrúa Golfþing GSÍ og á þing U.M.S.S.
  8. Ákvörðun inntökugjalds samkv. 3gr.
  9. Ákvörðun félagsgjalda samkv. 5.gr.
  10. Önnur mál.

Stjórn GSS

 

Categories: Óflokkað

Opið hús á Flötinni

10406938_10152824223719274_7691407957099197558_nGolfklúbbur Sauðárkróks verður með opið hús fyrir alla á Flötinni – inniaðstöðu klúbbsins á Borgarflöt – n.k. laugardag 15.nóvember milli kl.13 og 16 .  Golfhermirinn verður opinn fyrir fólk að prófa og einnig  verður kennt á hann og eins hvernig hægt er að bóka tíma í hann. Þá verður lika hægt að slá í net,vippa og pútta. Allir sem mæta verður boðið að taka þátt í púttmóti.  Við viljum hvetja alla sem hafa áhuga á að kíkja við og kynna sér þessa frábæru aðstöðu.

Categories: Óflokkað

Upskeruhátíð barna og unglingastarfs var haldin í dag

Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldin í dag. Flott mæting var og mikil stemming. Byrjað var á Flötinni og þar var tekið létt púttmót og allir fengu að prófa golfherminn.

Besta ástundun, Maríanna og Gabríel
Besta ástundun, Maríanna og Gabríel
Besti kylfingurinn, Elvar Ingi
Besti kylfingurinn, Elvar Ingi
Efnilegust, Hákon Ingi og Anna Karen
Efnilegust, Hákon Ingi og Anna Karen
Fyrirmyndarverðlaun, Arnar Freyr og Hildur Heba
Fyrirmyndarverðlaun, Arnar Freyr og Hildur Heba
Mestu framfarir, Bogi, Reynir og Telma
Mestu framfarir, Bogi, Reynir og Telma

Uppskeruhátíð 2014

Að því búnu var farið í golfskálann þar sem allir fengu gjöf frá KPMG og síðan voru veittar viðurkenningar fyrir starfið:
Bestu kylfingarnir voru þau Aldís Ósk Unnarsdóttir og Elvar Ingi Hjartarson
Mestu framfarir hlutu Bogi Sigurbjörnsson, Reynir Bjarkan Róbertsson og Telma Ösp Einarsdóttir
Efnilegust voru Anna Karen Hjartardóttir og Hákon Ingi Rafnsson
Bestu ástundum fengu Maríanna Ulriksen og Gabríel Brynjarsson.
Síðan voru veitt verðlaun fyrir þau sem voru til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Þau hlutu Hildur Heba Einarsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson.
Að þessu loknu voru veitingar að hætti barna- og unglingastarfsins.
Myndir frá uppskeruhátíðinni er að finna á Golfmyndir GSS.

Categories: Óflokkað