Uppskeruhátíð barna og unglinga

Þá er komið að uppskeruhátíðinni. Hún verður n.k. laugardag 4.október kl.16:00.
Við ætlum að byrja á Flötinni þar sem við tökum stutt púttmót og leyfum síðan öllum að prófa golfherminn. Eftir það förum við upp í golfskála þar sem veittar verða viðurkenningar fyrir sumarið og jafnvel pizzuveisla – hver veit !!!. Allir sem mæta fá glaðning eins og undanfarin ár.  Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir. Endilega látið þetta berast til allra sem voru í golfskólanum í sumar.

Categories: Óflokkað

Úrslit í bænda- og freyjuglímunni

 

Picture 010Bænda- og freyjuglíman fór fram á Hlíðarenda í fínu veðri, hitastigið var ekki hátt aðeins 5 stig  en lognið gerði gæfumuninn.

Keppt var í þremur flokkum, lið bænda vann lið freyja og tók fyrirliði bænda Hákon Ingi við hinum eftirsótta bikar.

Í einstaklingskeppninni voru úrslit eftirfarandi:

1. Ásgeir Einarsson, 38 punktar.

2. Hjörtur Geirmundsson, 36 punktar.

3. Reynir Barðdal, 36 punktar.

4. Herdís Sæmundsdóttir, 36 punktar.

Hjörtur Geirmundsson, Einar Einarsson, Reynir Barðdal og Hákon Ingi Rafnsson unnu liðakeppnina.

 

Picture 002

Picture 008

Categories: Óflokkað

Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga

Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri 13.september – Greifamótið.
Um 50 þátttakendur mættu á mótið og voru 8 þeirra frá Golfklúbbi Sauðárkróks.

Það voru þau Anna Karen Hjartardóttir, Arnar Geir Hjartarson,Bogi Sigurbjörnsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hildur Heba Einarsdóttir, Reynir Bjarkan Róbertsson og Telma Ösp Einarsdóttir.  Þau sem voru í verðlaunasætum voru Hákon Ingi sem varð í 2.sæti í flokki 14 ára og yngri, Hildur Heba varð í 3.sæti í flokki 12 ára og yngri eftir tvöfaldan bráðabana og einvígi. Anna Karen varð í 2.sæti í byrjendaflokki og þeir Bogi og Reynir voru jafnir í 2.-3.sæti í byrjendaflokki. Öll önnur úrslit er að finna á www.golf.is.

Þá voru einnig krýndir stigameistarar í Norðurlandsmótaröðinni og hægt er að sjá lokastöðuna þar á nordurgolf.blog.is.
Búið er að setja inn nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni á Golfmyndir GSS á facebook.

Categories: Óflokkað