3.mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga á Ólafsfirði

Þriðja mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram á Ólafsfirði sunnudaginn 27.júlí s.l.

Þáttakendur voru 47 og átti Golfklúbbur Sauðárkróks 11 þeirra. Það voru þau Anna Karen Hjartardóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Arnar Geir Hjartarson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hildur Heba Einarsdóttir, Maríanna Ulriksen, Reynir Bjarkan Róbertsson, Telma Ösp Einarsdóttir, Tómas Bjarki Guðmundsson og Una Karen Guðmundsdóttir.

Keppnin var jöfn og spennandi í flestum flokkum og veðrið lék við keppendur. Kylfingar úr Golfklúbbi Sauðárkróks unnu til nokkurra verðlauna á mótinu. Anna Karen Hjartardóttir sigraði í byrjendaflokki stúlkna, Reynir Bjarkan Róbertsson varð í 2.sæti í byrjendaflokki stráka. Maríanna Ulriksen sigraði í flokki 12 ára og yngri stúlkna. Hákon Ingi Rafnsson varð í 2.sæti í flokki 14 ára og yngri, Elvar Ingi Hjartarson varð í 2.sæti í flokki 15-16 ára og Arnar Geir Hjartarson varð í 2.sæti í flokki 17-21 árs. Öll úrslit má finna á www.golf.is

Þá unnu Arnar Freyr Guðmundsson og Anna Karen Hjartardóttir vippkeppni í sínum flokkum.

Búið er að uppfæra stigagjöfina til Norðurlandsmeistaratitils í flokkunum á heimasíðu mótaraðarinnar nordurgolf.blog.is . Fjölmargar myndir frá mótinu er síðan að finna á facebook hópnum „Golfmyndir GSS“. Lokamót mótaraðarinnar verður síðan á Akureyri í september.

Categories: Óflokkað

Úrslit í Opna Hlíðarkaupsmótinu

007006

 

 

 

 

 

 

 

 

Góð þátttaka var í Opna Hlíðarkaupsmótinu sem fór fram laugardaginn 26. júlí í ágætis veðri, það komu auðvitað smá skúrir en það var hlýtt og logn.  Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf.  Veitt voru verðlaun fyrir sjö efstu sætin í punktakeppni og nándarverðlaun á 3/12 og 6/15.

Helstu úrslit voru:

  1. Friðjón Bjarnason GSS- 38 punktar
  2. Andri Þór Árnason GSS – 37 punkar
  3. Ásgeir Einarsson GSS – 34 punktar
  4. Guðmundur Ragnarsson GSS – 33 punktar
  5. Rafn Ingi Rafnsson GSS – 33 punktar
  6. Sverrir Harladsson GKJ – 33 punktar
  7. Halldór Halldórsson GSS – 33 punktar
  8. Ívar Örn Marteinsson GSS – 33 punktar.

Brynjar Örn Guðmundsson var næstur holu á 3/12 og Sigríður Elín Þórðardóttir var næst holu á 6/15.

Styrktaraðili var Ásgeir Einarsson í Hlíðarkaup og er honum þakkaður stuðningur.

 

 

 

Categories: Óflokkað

Púttnámskeið

Nú er ágúst að hefjast og enn besti tíminn framundan varðandi gæðinn á golfvellinum. Þannig þá ætti að vera möguleiki á að lækka forgjöfina enn frekar. Eins og allir vita eru púttin afar mikilvæg og eflaust hafa margir áhuga á að fækka höggunum á hverjum hring.

Hvenær: mánudagurinn 28. júlí
Hvar: á púttflötinni við golfskálann
Klukkan: 19:00 – 20:00
Verð: 2500 kr per pers
Hámark: 6
Lágmark: 3
Skráning: tilkynna þáttöku á hlynurgolf@gmail.com

Golfkveðja

Hlynur Þór

 

Categories: Óflokkað