Úrslit í Meistaramóti GSS 2014

032Meistarar GSS 2014. 

Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson. 

Meistaramót GSS fór fram dagana 9.-12. júlí í blíðskaparveðri alla dagana fyrir utan smá dempur á þriðja keppnisdegi.  Alls tóku 28 þátt í mótinu en keppt var í sex flokkum. Keppt var í höggleik án forgjafar en einnig fór fram punktakeppni í einum opnum flokki og veitt voru fern aukaverðlaun.  Keppni var jöfn og spennandi í meistaraflokkunum og í 1. flokki karla réðust úrslit á 2. holu í bráðabana og hjá konunum í háforgjafaflokki réðust úrslit einnig í bráðabana.  Öllum keppendum eru færðar þakkir fyrir prúðmannlega framkomu og góða keppni.

Úrslit í höggleik án forgjafar:

Meistaraflokkur karla.

  1. Arnar Geir Hjartarson – 312 högg
  2. Jóhann Örn Bjarkason – 314 högg
  3. Elvar Ingi Hjartarson – 322 högg

Meistaraflokkur kvenna.

  1. Árný Lilja Árnadóttir – 330 högg
  2. Aldís Ósk Unnarsdóttir – 332 högg
  3. Ragnheiður Matthíasdóttir – 360 högg

1. flokkur karla (úrslit réðust í bráðabana á annarri holu)

  1. Magnús Gunnar Gunnarsson – 344 högg
  2. Rafn Ingi Rafnsson – 344 högg
  3. Hjörtur Geirmundsson – 383 högg

2. flokkur karla

  1. Guðmundur Ragnarsson – 347 högg
  2. Einar Einarsson – 351 högg
  3. Hákon Ingi Rafnsson – 354 högg

4. flokkur karla

  1. Friðjón Bjarnason – 398 högg
  2. Einar Ágúst Gíslason – 438 högg

Háforgjafaflokkur kvenna (leikið 3 x 9 holur) úrslit réðust í bráðabana.

  1. Helga Dóra Lúðvíksdóttir – 192 högg
  2. Herdís Sæmundardóttir – 192 högg
  3. Nína Þóra Rafnsdóttir – 196 högg

Punktakeppni með forgjöf:

  1. Friðjón Bjarnason – 151 punktur
  2. Aldís Ósk Unnarsdóttir – 148 punktar
  3. Hákon Ingi Rafnsson – 148 punktar

Aukaverðlaun.

  1. dagur.  Ásgeir Björgvin Einarsson – 12 cm frá flaggi á par 3 braut 6/15
  2. dagur.  Ragnheiður Matthíasdóttir – 45 cm frá miðlínu á 5/14
  3. dagur.  Árný Lilja Árnadóttir – 2,01 m frá  flaggi í öðru höggi á 9/18
  4. dagur.  Árný Lilja Árnadóttir lengsta upphafshögg á 8/17

Myndir frá meistaramótinu eru á feisinu Golfmyndir GSS.

 

 

 

 

 

 

 

 

Categories: Óflokkað

Meistaramót barna og unglinga

Meistarmót barna og unglinga GSS var haldið dagana 1.-4.júlí á Hlíðarendavelli.

Keppt var í 5 flokkum og voru þátttakendur 15 talsins.

Úrslitin voru sem hér segir.

 

1 flokkur stelpur 2 x 18 holur – rauðir teigar
1. Telma Ösp Einarsdóttir 262 högg
2. Maríanna Ulriksen 317 högg
1 flokkur strákar 3 x 18 holur – gulir teigar
1. Elvar Ingi Hjartarson 249 högg
2. Hákon Ingi Rafnsson 260 högg
3. Pálmi Þórsson 280 högg
2 flokkur stelpur 3 x 9 holur – rauðir teigar
1. Hildur Heba Einarsdóttir 219 högg
2. Anna Karen Hjartardóttir 230 högg
3. Helga Júlíana Guðmundsdóttir 240 högg
2 flokkur strákar 3 x 9 holur – rauðir teigar
1. Viktor Kárason 160 högg
2. Ívar Elí Guðmundsson 189 högg
3. Arnar Freyr Guðmundsson 190 högg
3 flokkur strákar 2 x 9 holur – gullteigar
1. Reynir Bjarkan B Róbertsson 110 högg
2. Bogi Sigurbjörnsson 118 högg
3. Gabríel Jökull Brynjarsson 137 högg

 

Myndir eru frá verðlaunaafhendingu sem var í golfskálanum 8.júlí er að finna á facebook síðunni „Golfmyndir GSS“.

https://www.facebook.com/groups/397526793685611/

Categories: Óflokkað

2.mót í Norðurlandsmótaröðinni á Dalvík

Annað mótið í Norðurlandsmótaröðinni í golfi var haldið Arnarholtsvelli við Dalvík sunnudaginn 6.júlí.

Golfklúbbur Sauðárkróks var með keppendur að venju í flestum flokkum og þau stóðu sig öll með stakri prýði . Það voru þau Anna Karen Hjartardóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Arnar Geir Hjartarson, Bogi Sigurbjörnsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hildur Heba Einarsdóttir og Pálmi Þórsson. Mikið vatnsveður hafði verið undanfarna daga og völlurinn var mjög blautur og ringdi mest allan daginn. Ágætis árangur var hins vegar þrátt fyrir erfiðar aðstæður og keppendur frá Golfklúbbi Sauðárkóks nældu sér í nokkur verðlaun. Arnar Geir Hjartarson var í öðru sæti í flokki 17-21 árs á 72 höggum, Elvar Ingi Hjartarson varð í þriðja sæti í flokki 15-16 ára á 75 höggum. Hákon Ingi Rafnsson varð í öðru sæti á flokki 14 ára og yngri á 94 höggum. Hildur Heba Einarsdóttir sigraði í flokki 12 ára og yngri á 62 höggum og Anna Karen Hjartardóttir sigraði í byrjendaflokki á 56 höggum. Myndir frá mótinu er að finna á facebook síðunni „Golfmyndir GSS“. Öll úrslit er að finna á www.golf.is.

 

Categories: Óflokkað