Kvennamót GSS 6. júlí.
Kvennamót GSS fór fram sunnudaginn 6. júlí. Vallaraðstæður voru frekar erfiðar en vatnspollar voru í nokkrum sandgryfjum og völlurinn víða eins og blautur svampur eftir rigninguna síðustu daga. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Hlaðborð vinninga er aðalsmerki kvennamótsins og fá allir keppendur glaðning. Sú sem fær flesta punkta velur fyrst af hlaðborðinu, síðan koll af kolli.
Í fimm efstu sætunum voru:
1. Guðlaug María Óskarsdóttir GA- 34 punktar.
2. Ragnheiður Matthíasdóttir GSS-34 punktar.
3. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS – 31 punktur.
4. Dóra Kristín Kristinsdóttir GHD – 31 punktur.
5. Dagrún Mjöll Ágústsdóttir GR – 30 punktar.
Nánari upplýsingar um úrslit á golf.is