2.mót í Norðurlandsmótaröðinni á Dalvík

Annað mótið í Norðurlandsmótaröðinni í golfi var haldið Arnarholtsvelli við Dalvík sunnudaginn 6.júlí.

Golfklúbbur Sauðárkróks var með keppendur að venju í flestum flokkum og þau stóðu sig öll með stakri prýði . Það voru þau Anna Karen Hjartardóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Arnar Geir Hjartarson, Bogi Sigurbjörnsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hildur Heba Einarsdóttir og Pálmi Þórsson. Mikið vatnsveður hafði verið undanfarna daga og völlurinn var mjög blautur og ringdi mest allan daginn. Ágætis árangur var hins vegar þrátt fyrir erfiðar aðstæður og keppendur frá Golfklúbbi Sauðárkóks nældu sér í nokkur verðlaun. Arnar Geir Hjartarson var í öðru sæti í flokki 17-21 árs á 72 höggum, Elvar Ingi Hjartarson varð í þriðja sæti í flokki 15-16 ára á 75 höggum. Hákon Ingi Rafnsson varð í öðru sæti á flokki 14 ára og yngri á 94 höggum. Hildur Heba Einarsdóttir sigraði í flokki 12 ára og yngri á 62 höggum og Anna Karen Hjartardóttir sigraði í byrjendaflokki á 56 höggum. Myndir frá mótinu er að finna á facebook síðunni „Golfmyndir GSS“. Öll úrslit er að finna á www.golf.is.

 

Categories: Óflokkað