Sjálfboðaliðar óskast
Það er alltaf þörf fyrir sjálfboðaliða. Stjórnar- og nefndastarf er unnið í sjálfboðavinnu og ýmislegt annað, svo sem liðsstjórn.
Það er alltaf þörf fyrir sjálfboðaliða hjá GSS. Hér eru nokkur dæmi um verkefni þar sem félagar geta rétt hjálparhönd.
- Viltu aðstoða á vellinum eða mála kylfugeymslur og skúra? Hafðu þá samband við Guðmund Ágúst formann vallarnefndar.
- Viltu hjálpa til í Nýprentsmótinu? Hafðu þá samband við Sylvíu formann barna- og unglinganefndar.
- Viltu hjálpa til við þjálfun nýliða eða vera mentor? Hafðu þá samband við Dagbjörtu formann nýliðanefndar.
- Viltu hjálpa til við árshátíðina, t.d. að raða upp og skreyta? Hafðu þá samband við Gunnar Sandholt, sem stýrir undirbúningi árshátíðar.
- Viltu setja upp skemmtikvöld eða skipuleggja annan viðburð? Hafðu þá samband við Kristján Bjarna formann.
- Viltu hjálpa til við Kvennamót? Mættu þá þegar kallið kemur 🙂
- Viltu taka sjoppuvakt? Hafðu þá samband við Karenu verslunarstjóra golfskálans.
Í haust endum við starfið með bráðskemmtilegu sjálfboðaliðamóti sem verður Texas Scramble líkt og á Tiltektarmóti og hentar öllum getustigum. Sjálfboðaliðar sumarsins hafa rétt til þátttöku í mótinu 🙂
Gerum þetta saman!